Allir eiga sín vandamál...
Kúrbíturinn á við vandamál að stríða, ráðalaus. Hefur mjög einfaldan smekk, drekkur aðeins það besta. Það besta að hans mati er rauðvín, kaffi og vatn. Sum kvöld má hann ekki drekka áfengi, hvað getur hann gert? Sum kvöld má hann ekki drekka kaffi, hvað getur hann gert? Kúrbítar lifa ekki af vatninu einu saman, hvað getur hann gert?
Það má kalla þetta hamingjuvandamál...
Borgir í Evrópu sem Kúrbítinn langar að heimsækja...
Hér fyrir neðan eru tíu borgir í Evrópu sem Kúrbíturinn ætlar sér að heimsækja á allra næstu árum. Þess má geta að tilviljunin ein ræður því í hvaða sæti hver borg lendir á listanum.
París, Barcelona, Berlín, Helsinki, Napólí, Róm, Moskva, Madrid, Lissabon, Aþena
Það væri mögulega best fyrir Kúrbítinn að útvega sér mótorfák og taka bara Motorcycle Diaries á þetta.
3 ummæli:
..á hvaða plánetu ert þú "litli"..hvenær í ósköpunum "má ekki" drekka kaffi...það er náttúrulega bara VRUGL!!
...og djö líst mér vel á listann :)
vandamál eru aðeins til þess að sigra á þeim... 1 & 1 rauðvínsglas er nú bara til heilsubótar...
Annars þá væri jeg til í nokkrar motorcycle diaries hér & þar. Amríka, evrópa & svona...
Annars er jeg mikið búinn að vera að skoða Milanó borg á netinu. Eða svona eins & hægt er.. Þetta net er bara drasl.
Þegar Kúrbíturinn þarf alvarlega að sofna snemma, gerist sjaldan, þá getur hann ekki drukkið kaffi, að minnsta kosti ekki mikið af því.
Það er svo sananrlega erfitt fyrir Kúrbítinn að segja stopp eftir 1 & 1 rauðvínsglas.
Það er svo gaman að takast á við svona hamingjuvandamál.
Kúrbíturinn veit fátt um góða Mílanótengla en hérna er ein ágætis síða:
http://www.milanostyle.com/php/index.php
Skrifa ummæli