fimmtudagur, 29. september 2005

Laus við hyskið...
Það verður svo sannarlega tækifæri til þess að lyfta sér upp næsta laugardagskvöld. Kúrbíturinn hvetur þegna sína til þess að fjölmenna í miðbæ borgarinnar og skemmta sér konunglega. Ástæðan er sú að þessa kvöldstund fá almennilegir menn og konur að hafa miðbæinn í friði fyrir fólki sem stundar boltaspark í gríð og erg. Ákveðið hefur verið að safna fótboltamönnum og konum saman fyrir utan miðbæinn og reka þá inn í Broadway þetta kvöld.

Njótum miðbæjarins án skaðlegra umhverfisáhrifa...gerist ekki oft.

Engin ummæli: