fimmtudagur, 20. október 2005

Sú fyrsta sinnar tegundar...
Kúrbíturinn fór í gær á Triennale safnið hér í Mílanóborg. Myndlist, hönnun, arkitektúr og Vespur.

Þessi Vespa hér fyrir neðan stendur upp úr, árgerð 1946. Stórkostlegt hjól sem hefur haft sín áhrif síðustu 59 árin og lifir svo sannarlega góðu lífi enn þann dag í dag.


Kóngur í ríki sínu...
Götuhorn Mílanóborgar eru leikvellir fólksins. Þar safnast fólkið saman og ræðir lífið og tilveruna. Allar götur hafa horn og þar er Via Passeroni engin undantekning. Vinsælt horn með kaffihúsi og góðri stétt. Oft margt um manninn, konuna og börnin. Allir koma og fara, staldra stutt en stundum lengi. Einn er þar alltaf og fer hvergi. Hann er kóngur í ríki sínu og ríkið hans er hornið. Kóngurinn þekkir alla og allir þekkja kónginn. Kúrbíturinn er einn af þessum öllum.

Allir ættu að vera kóngar en ríkin yrðu að sjálfsögðu mismunandi stór...

Engin ummæli: