sunnudagur, 6. nóvember 2005

Pera í peru stað...
Það eru nokkrar perur á Þórsgötunni, fáeinar stærðir en alltaf sami litur. Ein endaði ævi sína fyrir stuttu. Pera kemur í peru stað. Kúrbíturinn hefur sem sagt fengið verkefni. Fyrir viku síðan var ný og óaðfinnanleg pera keypt. Þremur dögum seinna var lík gömlu perunnar tekið og grafið með viðhöfn. Daginn eftir var nýja og óaðfinnanlega peran tekin úr umbúðunum. Allt til reiðu. Síðasta skrefið er það næsta og það stærsta. Kúrbíturinn muin taka þetta skref, með tíð og tíma.

Góðir hlutir gerast alltaf hægt...

Engin ummæli: