Að hvika hvergi...
Lífið er margbreytilegt, óvænt og óútreiknanlegt. Endalausar aðstæður. Sumar undarlegar, aðrar pínlegar og fáeinar skringilegar. Sumar eru sambland af þessu öllu. Í slíkum aðstæðum er betra að vera ekki á staðnum. Betra að vera flugan á veggnum. Missir ekki af neinu en allir missa af flugunni.
Við sumar aðstæður er óskin heitust að gufa upp, dreifast um andrúmsloftið og safna sér svo saman. Á góðri stund og stað. Með öðrum orðum að flýja af vettvangi og vera fyrir vikið minni maður.
Í slíkum aðstæðum lenti Kúrbíturinn. Hann beit á jaxlinn og fór hvergi.
4 ummæli:
...hetja.. ;)
Takk fyrir það...
Kúrbíturinn er dálítið stoltur, svolítið montinn og örlítið ánægður með sjálfan sig.
Takk fyrir það...
Kúrbíturinn er dálítið stoltur, svolítið montinn og örlítið ánægður með sjálfan sig.
Það er ekki alltaf gott að vera fluga á vegg. Allavega ekki í mínum húsum.
Skrifa ummæli