Hér eða þar, þar eða hér...
Foreldrar Kúrbítsins kíktu til Mílanó í liðinni viku. Tilgangur þeirra var að heiðra kúrbítsbróðurinn með nærveru sinni. Hann býr í lítilli íbúð í borginni og stundar listnám af miklum móð. En hann fékk ekki einvörðungu skemmtilegan félagsskap foreldra sinna. Hann fékk að auki allsherjar tiltekt á íbúðinni og handlagnar hendur til viðgerða.
Kúrbíturinn ætlar að bjóða foreldrum sínum að dvelja hjá sér á Þórsgötunni í nokkra daga. Njóta félagsskapar þeirra á heimavelli ásamt því að íbúðin verði þrifin og handlögnu hendurnar fái að njóta sín.
Via Passeroni eða Þórsgata, Mílanó eða Reykjavík, Ítalía eða Ísland...hver er munurinn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli