mánudagur, 10. apríl 2006

Léttvægar en samt svo erfiðar...
Sumar ákvarðanir eru léttvægar en aðrar mikilvægar, sumar eru auðveldar en aðrar erfiðar. Sumar geta verið léttvægar en samt svo afskaplega erfiðar. Í gær lenti Kúrbíturinn í hremmingum slíkrar ákvarðanatöku.

Kúrbíturinn var á leið í síðdegisblundinn sinn sem átti að verða fullkominn. Honum fylgdu léttvægar en svo afskaplega erfiðar ákvarðanir. Ákvarðanir um svo óskaplega margt. Rúmið eða sófinn, hægri hliðin eða sú vinstri, höfuðið nær glugganum eða veggnum, langan eða stuttan, sofna út frá bók eða hugsunum, vakna við hringingu eða laglínu o.s.frv.

Kúrbíturinn óx þetta augum, hætti við allt saman og fékk sér að borða...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gullið

Miða við áætlanir um síðdegisblundinn hlýtur það að hafa verið erfið ákvörðun að finna út úr því hvað þú ætlaðir að borða, hvar í íbúðinni, hversu mikið og hvað þú settir ofan í þig fyrst.

Nafnlaus sagði...

Hugsunarlaust fékk Kúrbíturinn sér pasta, pestó og slatta af Grana Padano...

Krist í steríó sagði...

Matur er að sjálfsögðu mátturinn og dýrðin að eilífu og auðvita fylgir því amen