Á sama stað í ólíkar áttir...
Kúrbíturinn á sér litla svarta bók. Skrifar það sem hann hugsar, endrum og eins. Ekki oft heldur allt of sjaldan. Hingað til eiga skrifin sumt sameiginlegt - skrifuð í flugvél og efnistök oftast þau sömu. En stíllinn ólíkur, mismunandi vinkill og niðurstaðan aldrei sú sama. Sumt í takt við áfangastaðina, aldrei sá sami.
Vængjuð orð...
"Hann er í ruglinu."
Guðmundur Benediktsson
Síðasti bitinn...
Hver máltíð á að vera stórkostleg upplifun frá upphafi til enda. En sumt er mikilvægara en margt annað. Síðasti bitinn spilar þar stóra rullu. Eitt af aðalhlutverkunum. Síðasti bitinn þjáist af réttlætanlegri fullkomnunaráráttu hjá Kúrbítnum. Rétt samansettur í réttum hlutföllum samkvæmt framboði disksins hverju sinni.
Síðasti bitinn getur oft orðið sannkallað meistaraverk...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli