föstudagur, 28. apríl 2006

Að vera ánægður...
Kúrbíturinn upplifði Indland fyrir nokkrum misserum. Stórkostleg upplifun. Komst þar í nálægð við óskaplega fátækt en svo mikla hamingju á sama tíma. Lítil börn, unglinga og fullorðið fólk sem brosti allan hringinn. Brosandi þrátt fyrir allt mótlætið sem það verður fyrir á hverjum degi.

Þessi upplifun kenndi Kúrbítnum margt og svo mikið. Kenndi honum það að vera ánægður með það sem hann hefur. Lífið og tilveruna. Kúrbíturinn á ekki allt en samt svo ótal margt. Miklu meira en nóg til þess að vera hamingjusamur, ánægður með lífið og brosandi allan hringinn.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Búrhvalurinn

Sé ég tár á kvarmi???

Nafnlaus sagði...

Einlægt ... og tært ... Það er einfaldlega fallegt! Tár á hvarmi er í eðli sínu ein fallegsta gjöf sem hægt er að gefa þeim sem vill þiggja!
Kveðja,
Eldri borgari

Nafnlaus sagði...

Er kúrbíturinn ánægður?