miðvikudagur, 28. júní 2006

Gleðilegt sumar...
Nú er komið sumar á Íslandi, hitastigið nær stundum yfir 10 gráðurnar og íslensk náttúra skartar sínu fegursta. Kúrbíturinn mun taka sér langt frí frá skriftum þetta sumarið. Hann mun taka upp þráðinn í byrjun október, þá nýkominn til Mílanóborgar. En að öllu óbreyttu mun Kúrbíturinn ala manninn í þeirri borg fram að jólum.

Kúrbíturinn óskar aðdáendum sínum nær og fjær, til sjávar og til sveita, lágum sem háum, ungum jafnt sem gömlum, dökkhærðum sem ljóshærðum, slétthærðum og skollóttum jafnt sem krullhærðum, konum jafnt sem körlum, í lofti sem á láði, gagnkynhneigðum jafnt sem samkynhneigðum gleðilegs sumars og vonar að allir hafi það sem allra best.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Búrhvalurinn (Grátandi)

Takk fyrir og sömuleiðis. Þakka þann andlegan stuðning sem þú sýndir á meðan leiknum stóð í gærkveldi. Nú er það bara Forca Italia og allt túttí frúttí sem því fylgir.....

Nafnlaus sagði...

Gullið

Húrra húrra fyrir Kúrbítnum

Bið spenntur eftir að hitta grænmetið á Laugardaginn.

Nafnlaus sagði...

Björninn verður ævinlega þakklátur fyrir visku kúrbítsins og ekki síst þá daga sem björninn fékk að eyða með kúrbítnum og frú það ógleymanlega vor 94´
Vona að þér líði sem best og að Milano færi þér þá lífshamingju sem þú átt skilið

kv,
Björn

Nafnlaus sagði...

Uss á að láta aðdáendur hins Kúrbíska lýðveldis bíða í marga mánuði? Það er víst ekki hægt að neyða Kúrbítinn til skrifta! Njóttu sumarsins ... hlakka til að heyra vangaveltur Kúrbítsins í framtíðinni;)
Kveðja,
Eldri borgari