miðvikudagur, 11. október 2006

Flórens í nýju ljósi...
Það var fyrir nokkrum árum að Kúrbíturinn heimsótti Flórens. Upplifunin skrýtin og dálítið fústrerandi. Lifði ekki sterkt og fremur illa í minningunni. Lengi hefur Kúrbíturinn viljað gefa borginni annað tækifæri. Tækifæri til þess að sýna sig og sanna. Kúrbíturinn lét verða af því um síðustu helgi. Flórens nýtti tækifærið og stóðst prófið með ágætiseinkunn.

Flórens bauð upp á allt og svo ótal margt. Sögu, fegurð, mat, vín og skemmtilegan félagsskap...


Vængjuð orð...
“Í Flórens hafa fjöldamargir ferðalangar gist,
og hvergi hærri klukknaturn og hvergi meiri list
Þar anga blóm, þar blikar vín, það besta er jörðin á,
og þarna er litla Lapí sem er listamannakrá”

Davíð Stefánsson

Hæfileikamaður...
Kúrbítnum finnst stórkostlegt að þekkja hæfileikafólk. Fólk sem gefur af sér, bæði í anda og efni. Sæþór er í hóp þessa hæfileikafólks.

Sæþór hefur opnað sinn eigin heim sem hægt er að skoða hér...

Gengur ekki...
Á undanförnum vikum hefur Kúrbíturinn lent í miklum hremmingum. Lífsreynslu sem hefur fengið hann til þess að hugsa sinn gang. Einhvern veginn þörf á gagnrýnni sjálfskoðun, breyta af leið og umbylta öllu.

Kúrbíturinn er ekki 36 ára eins og svo margir halda...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Búin að finna plötuna fyrir safnið þitt Kúri: Trouble með Ray Lamontagne...

Vá hvað Arnó er falleg...

Kveðja úr íslensku roki, Esterina.