mánudagur, 12. febrúar 2007

Kúrbíturinn telur...
# að það eigi að drekka rauðvín alla daga vikunnar
# að það sé í lagi að verða feitur af góðum mat
# að landamæri séu tímaskekkja
# að lífið eigi að vera einfalt
# að Johnny Cash hafi verið snillingur
# að einhver leyniþráður sé á milli manns og hests
# að sjónvarp sé tímasóun
# að horfa eigi fram en ekki aftur, fram en ekki of langt
# að lífið eigi að vera í lit
# að svefn sé stórlega ofmetið fyrirbæri
# að fagna eigi öllum litlum skrefum
# að Mirto eigi að drekkast eftir allar máltíðir
# að Tinnabækurnar séu meistaraverk
# að lífið sé yndislegt

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kúrbi er greinilega prinsipp maður.

Þvílíkur munur sem það væri ef hægt væri að kíkja út í næstumatvöruverslun & kippa með sér einum Mirto á 7,50 EUR.

Það myndi allavega auka á djúpstæðan lífshamingju skammt hvers dags.

Kv. Bjergvehn

Nafnlaus sagði...

7,50 held nú ekki 5 eur sem er gjöf en ekki gjald.

dóri