miðvikudagur, 2. janúar 2008

Sannkölluð Gleði...
Kúrbíturinn lenti í góðum félagsskap á góðum stað fyrir örfáum dögum. Hesthúsið einhvern veginn svo fullkominn staður fyrir gleðskapinn. Kræsingar úr dölunum eyddu hungrinu, norðlenskt ölið eyddi þorstanum og íslenska brennivínið setti punktinn.

Gleðskapurinn stóð lengi, fór á flug. Ölkrúsir kneyfðar. Ekki allar, allar nema ein. Kúrbíturinn fékk sér margar, ekki flestar og langt því frá allar. Skrafað um hesta frá öllum hliðum og allt um kring. Eftir digurbarkarlegar yfirlýsingar og hástemmd hrósyrði átti sér stað óvæntur og ófyrirséður atburður. Kúrbíturinn keypti sér óséð merfolald í gegnum síma.

Folaldið fékk nafnið Gleði...

Engin ummæli: