Né fram, né aftur...
Tíminn er takmörkuð auðlind, eftirspurnin yfirgnæfir framboðið. Mikilvægt að fara vel með þann kvóta sem okkur er úthlutað.
Öllum er hollt að horfa stundum um öxl, líta yfir farinn veg og ylja sér við góðar minningar. Stundum er mikilvægt að horfa langt fram á veginn, velja sér markmið og sjá þau ljóslifandi verða að veruleika. En mikilvægast af öllu er að njóta nákvæmlega þeirra stundar sem er að líða hverju sinni.
Er þetta ekki spurning um að njóta nútíðarinnar, allan daginn, hvern einasta dag. Hljómar einhvern veginn betur en að njóta framtíðarinnar í nútíðinni eða njóta nútíðinnar þegar hún er orðin að fortíð.
Kúrbíturinn ætlar að njóta ferðalagsins í stað þess að einblína á áfangastaðinn...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli