Möguleiki er á því að Eiður Smári sé á leiðinni til ítalska úrvalsdeildarliðsins AS Roma í skiptum fyrir ítalska landsliðsmanninn Vincenzo Montella. Vincenzo Montella er nú staddur í London þar sem hann er að freista þess að ná samkomulagi við rússneska auðmanninn, sem nú er aðaleigandi Chelsea. AS Roma hefur lengi haft augastað á Eiðs Smára og er nú talið nokkuð víst að þeir munu gera honum tilboð sem hann getur einfaldlega ekki hafnað.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli