Þetta var nú kannski enginn útgerð en samt......
Kúrbíturinn fór í veiðiferð um helgina og lukkaðist hún frábærlega í alla staði. Það eru engir fiskistofnar í útrýmingarhættu vegna þessarar veiðiferðar en Kúrbíturinn er þrátt fyrir það ánægður. Afli helgarinnar hjá Kúrbítnum og hans þremur veiðifélögum voru einungis tveir fiskar.........Kúrbíturinn veiddi þá báða. Kúrbíturinn sem sagt átti ferðina og er virkilega stoltur og hamingjusamur með árangurinn.
Kúrbíturinn vill ekki upplýsa þyngd aflans að svo stöddu.
Libertas Brera F.C. óstöðvandi!!!!
Libertas Brera F.C. er á hraðri leið upp stigatöfluna og hafa tekið stefnuna á að komast upp úr deildinni á þessu keppnistímabili. Liðið lék á móti Corbetta F.C. á heimavelli sínum Arena Civica í Mílanó og unnu 1-0. Libertas Brera F.C. spiluðu mjög agaðan varnarleik, sóttu á mörgum mönnum þegar þeir unnu boltann, voru fljótir aftur fyrir boltann þegar þeir misstu hann, boltinn gekk hratt og vel á milli manna og þótti leikurinn vel leikinn í alla staði. Kúrbíturinn er ánægður með liðið og óskar þeim velgengni í þeim leikjum sem eru framundan.
Kúrbíturinn vill kom því á framfæri að viðræðurnar á milli Kúrbítsins og Libertas Brera F.C. eru á mjög viðkvæmu stigi og getur hann því ekki tjáð sig um það frekar á þessu stigi málsins
Forza Ferrari!!!!
Kúrbíturinn er aftur orðinn ánægður með árangur Ferrari í Formúlu 1 og er glaður í hjarta sínu með sigurinn í gær. Nú þarf Michael Schumacher einungis tvö stig í síðasta móti ársins, í Japan, til þess að tryggja sér heimsmeistaratitil ökuþóra. Ef Schumacher og Barrichello skila sér báðir í nokkuð góð sæti í Japan þá vinna þeir einnig heimsmeistaratitil bílasmiða....sem væri náttúrulega bara snilld.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli