föstudagur, 26. september 2003

Veiðimennska, náttúruskoðun og jarðvegsrannsóknir
Kúrbíturinn er farinn út úr bænum um helgin, að drekka í sig náttúru landsins og ýmislegt annað ætlar hann að drekka í sig. Hann ætlar að bleyta í færi á Suðurlandi ásamt náttúruskoðun og jarðvegsrannsóknum. Kúrbíturinn mun því ekki láta ljós sitt skína fyrr en á mánudaginn eftir helgi.

Kúrbíturinn óskar aðdáendum sínum nær og fjær gleðilegrar helgi og farsældar í komandi viku.

Kúrbíturinn elskar kaffi!!!!
Kúrbítnum finnst kaffi gott, drekkur mikið af því og vill hafa það gott. Hér á eftir verður fjallað um eftirlætiskaffidrykki Kúrbítsins:

Caffé Einfaldur espresso í espressobolla. Caffé er oftast drukkinn með miklum sykri en Kúrbíturinn vill hafa það sykurlaust þannig að það er bara smekksatriði.
Caffé Doppio Tvöfaldur espresso í cappuccinobolla. Caffé Doppio er oftast drukkinn með miklum sykri en Kúrbíturinn vill hafa það sykurlaust þannig að það er bara smekksatriði.
Caffé Lungo Stærri skammtur af espresso en samt ekki Caffé Doppio, oftast drukkinn með miklum sykri en það er auðvitað smekksatriði.
Caffé Macchiato Einfaldur espresso í espressobolla með mjólkurslettu (flóaðri mjólk).
Caffé Latte Espresso í glasi, fyllt upp með flóaðri mjólk. Á Ítalíu er Caffé Latte mun meiri mjólkurkaffi en tíðkast hér á landi. Kúrbíturinn getur ekki gert upp á milli hvar hann sé betri, á Íslandi eða á Ítalíu.
Caffé Corretto Espresso í espressobolla með þínum uppáhalds líkjör eða sterku víni.....gott í kuldanum.
Caffé Marocchin Kakó sett í espressoglas, síðan kemur einfaldur espresso, þar á eftir kemur mjólkursletta (flóuð mjólk) og að lokum er kakói stráð yfir. Kúrbíturinn mælir með þessum.
Cappuccino Espresso með mjólkurfroðu, sérstaklega drukkið í morgunmat. Eftir því sem líður á daginn er ekki hefð fyrir því að fá sér cappuccino heldur Caffé eða einhvern annan af sterkari kaffidrykkjunum.
Latte Macchiato Flóuð mjólk með smá kaffislettu borið fram í glasi. Flottur drykkur fyrir svefninn.

Kúrbíturinn.....með fréttir frá Ítalíu
Það á ekki af Silvio Berlusconi að ganga....ef hann er ekki með fáránlegar yfirlýsingar menn og málefni þá er hann að syngja ástarsöngva eftir Mariano Apicella. Það kom m.a. fram í frétt á Mbl.is að von væri á hljómplötu þar sem söngvarinn Andrea Bocelli syngur lög Mariano Apicella við texta Silvio Berlusconi. Þetta er bara eins og á klakanum þar sem flestir af okkar ástsælustu söngvurum hafa sungið lög við texta Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra. Hægt er að nálgast frétt Mbl.is í heild sinni hér.

Engin ummæli: