fimmtudagur, 25. september 2003

Kúrbíturinn ræður fréttaritara til starfa
Nú hefur umfang þessa kúrbíska vefheims vaxið umtalsvert á undanförnum vikum og aðdáendum Kúrbítsins fjölgað gríðarlega um allan heim. Af þessum sökum hefur Kúrbíturinn ákveðið að ráða fréttaritara í hlutastarf. Mun þessi fréttaritari skrifa eingöngu um knattspyrnu, bæði hér heima og erlendis. Það voru gríðarlega margar umsóknir um þetta starf og eftir mikla umhugsun hefur Kúrbíturinn ákveðið að ráða hinn fræga Elliða til starfans. Elliði hefur gert garðinn frægan um allan heim með pistlum sínum þ.á.m. á vefsíðu Knattspyrnudeildar Fylkis. Fyrsti pistill Elliða er á leiðinni og er von á honum á allra næstu dögum.

Kúrbíturinn óskar Elliða velfarnaðar í starfi!!!!

Kúrbíturinn, náttúran og betri drykkjuvenjur
Kúrbíturinn lagði land undir fót og dvaldist í sumarhúsi í Svínadal í tvær nætur. Þar hvíldi Kútrbíturinn sína löngu skanka og safnaði orku fyrir komandi átök á ritvellinum. Kúrbíturinn naut kristilegrar umhyggju í nálægð við KFUM í Vatnaskógi og er ekki frá því að hann sé betri maður á eftir.

Dagurinn í gær var góður hjá Kúrbítnum og leið tíminn örlítið hægar en venjulega. Kúrbíturinn uppgötvaði að það er ekki alltaf spurning um að gera heldur einungis að vera. Liggja upp í sófa, með góða bók og gera ekki neitt annað. Þarna lá Kúrbíturinn í sumarhúsi í Svínadal og gerði ekki neitt, fékk stórkostlegar hugmyndir um allt og ekki neitt og um leið öðlaðist Kúrbíturinn staðfasta trú á því að hann muni einhverntíman breyta himinum......til góðs

Eins og áður sagði var þetta góður dagur fyrir Kúrbítinn og var honum skipt í fjögur tímabil. Hér á eftir verður farið yfir hvert tímabil fyrir sig:

10.00 - 13.00 Bindindistímabil
13.00 - 16.00 Hvítvínstímabil
16.00 - 19.00 Bjórtímabil
19.00 - 01.00 Rauðvínstímabil

Eins og sést að ofan skiptir Kúrbíturinn deginum í áfengistegundatímabil. Kúrbíturinn hefur lært það af langri biturri reynslu að það er ekki gott að blanda of mikið saman tegundum og hefur því lagt mikla vinnu á sig til að finna upp hina frægu aðferð...... "Áfengistímabila-aðferðina". Eina skilyrðið við þessa aðferð að það sé einungis drukkið t.d. hvítvín á hvítvínstímabilinu o.s.frv.

Kúrbíturinn hefur einnig fundið það út að hinn dæmigerði íslendingur sem drekkur að meðaltali báða dagana um helgar á að margfalda drukkið heildaráfengismagn sitt á viku með tveimur, deila því síðan niður vikudagana sjö, það er hinn heilagi dagskammtur.Þetta er spurning um að drekka jafnt og þétt alla daga vikunnar. Þessi aðferð heitir "hófsamadrykkjuallavikudagana-aðferðin".

Kúrbíturinn er baráttumaður gegn slæmum drykkjuvenjum íslensku þjóðarinnar!!!!!!!!!!!!

Afsökunarbeiðni frá Kúrbítnum
Kúrbíturinn vill biðjast afsökunar á því að hafa farið út úr bænum og ekki látið vita af sér í heilan sólarhring. Kúrbíturinn er leiður yfir þessum atburði, særður í hjarta sínu og lofar aðdáendum sínum um allan heim að þetta muni ekki gerast aftur.

Engin ummæli: