Úrslit úr skoðanakönnun Kúrbítsins
Það er ótrúlegt hvað örvhentir eru stórkostlegt fólk og hvað ríkir mikil öfund í þeirra garð af rétthentum. Þetta er a.m.k. það sem kúrbíturinn les út skoðanakönnuninni hér á síðunni, þar sem spurt var....Eru forréttindi að vera rétthentur? Það er staðreynd að örvhentir eru u.þ.b. 10% af mannkyninu en könnunin segir að tæplega helmingur aðdáenda Kúrbítsins finnst það vera forréttindi að vera örvhentur. Það eru því mun fleiri en bara örvhentum sem finnst það vera forréttindi að vera örvhentur og eigum við örvhenta fólkið því öfundarmenn í hverju horni.
Kúrbíturinn er klökkur og hamingjusamur fyrir hönd síns minnihlutahóps, þakkar stuðninginn og hefur nú fyrir vikið ennþá meiri trú á mannlegu eðli.
Ný skoðanakönnun hjá Kúrbítnum
Í nýrri skoðannakönnun Kúrbítsins verður spurt Á Hið Kúrbíska Samfélag að lýsa yfir sjálfstæði? Er það ósk Kúrbítsins að aðdáendur hans nýti atkvæðið sitt og taki vel ígrundaða ákvörðun um þetta stóra skref hjá Hinu Kúrbíska Samfélagi.
.....Lifi lýðræðið
Viðræður hafnar á milli Kúrbítsins og Libertas Brera FC
Nú þegar Kúrbíturinn hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Fylki að þessu sinni en hann mun ekki spila með Fylki á næsta keppnistímabili. Eins og áður hefur komið fram heldur Kúrbíturinn til náms á Ítalíu í upphafi næsta árs og verður því fjarri góðu gamni þegar flautað verður til leiks í maí á næsta ári.
Það er nú ekki þannig að Kúrbíturinn sé með tárin í augunum af söknuði að geta ekki takið þátt í undirbúningstímabili sinna manna. Að hlaupa í snjó og frosti hefur ekki verið Kúrbítsins uppáhald þó hann hafi látið sig hafa það ár eftir ár. Þó Kúrbíturinn muni ekki spila hér á landi á næstu leiktíð, er hann samt ekki búinn að leggja skóna endanlega á hilluna og mun hann kannski spila með þriðja stærsta liði Mílanó á næsta keppnistímabili. Liðið heitir Libertas Brera FC og leikur í áhugamannadeild sem heitir Eccellenza. Viðræður milli Kúrbítsins og Libertas Brera FC eru í gangi og miðar þeim nokkuð í samkomulagsátt.
Keppnistímabilið hjá Libertas Brera FC hófst fyrir þremur vikum og er liðið sem stendur í 7. sæti eftir þrjár umferðir með 4 stig. Liðið sigraði Sestese Calcio 0-1 á útivelli í miklum baráttuleik síðasliðinn sunnudag. Hér er hægt er að nálgast bæði úrslit og stöðu Libertas Brera FC . Hér eftir verður mun Kúrbíturinn skýra frá gengi Libertas Brera FC í hverri viku og reyna að kynna liðið fyrir aðdáendum Kúrbítsins um heim allan.
Kúrbíturinn hefur í hyggju að stofna stuðningsmannaklúbb Libertas Brera FC hér á landi og í framhaldi af því að reyna að finna fjárfesta til þess að kaupa Libertas Brera FC svo Kúrbíturinn geti orðið markvörður liðsins. Fyrst það hefur verið endalaust hægt að kaupa lið handa ákveðnum íslenskum þjálfara þá hlýtur nú að vera hægt að kaupa eitt stykki lið fyrir Kúrbítinn. Áhugasömum fjárfestum og öðrum stuðningsmönnum Libertas Brera FC er bent á að kommenta þessa grein ef þeir hafa áhuga á að vera með í þessu stórkostlega ævintýri.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli