mánudagur, 22. september 2003

Íbúðamálin í Mílanó eru í höfn
Kúrbíturinn og hans kvinna fengu stórkostlegar fréttir í morgun, fréttirnar voru þær að þau væru búin að fá íbúð í Mílanó. Íbúðamál eru mjög erfið í Mílanó og því er það mjög gott að vera komin með íbúð áður en farið er út. Þetta er pínulítil íbúð, hún er aðeins eitt herbergi með svefnlofti og í þessu eina herbergi er eldhúsið, stofan, sjónvarpsholið, anddyrið og borðstofan. Þessi íbúð er á æðislegum stað og virkilega stutt í allt og alla. Hún er í 10 mínútna göngufæri við Bocconi-University, í 5 mínútna göngufæri við uppáhalds veitingastaðinn okkar sem heitir Le Stelle Marine og alveg við gulu neðanjarðarlestina svo það er fljótlegt að komast í allar áttir. Kúrbíturinn og hans kvinna hafa áður búið í svona lítilli íbúð, líkað vel og hlakka því til að flytja inn í þessa íbúð eftir rúma 3 mánuði. Það er svo góð tilfinning að vera kominn með íbúð áður en maður fer út, það er alltaf erfitt að vera á sama tíma að leita að íbúð og vera að byrja í nýjum skóla o.s.frv. Kúrbíturinn er því glaður og hamingjusamur.

Hrós dagsins fá því Egill og Elli, báðir búsettir í Mílanó, fyrir að benda mér á þessa íbúð og leigja mér hana......þeir lengi lifi.

Nick Cave á afmæli í dag
Kúrbíturinn óskar hér með snillingnum Nick Cave til hamingju með daginn en hann er 46 ára í dag.

Engin ummæli: