Umfjöllun um Mílanó
Kúrbíturinn vill endilega benda ykkur á ágætis umfjöllun um Mílanó í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag. Gengið er um borgina, bent á áhugaverða staði og lítillega sagt frá hverjum fyrir sig.
Kúrbíturinn skipar ykkur að lesa!!!!
My side
Kúrbíturinn keypti sér nýju ævisöguna hans David Beckham í dag. Það sem vekur áhuga hans á þessari bók er ekki að vita meira um knattspyrnuferil kappans heldur hvernig hann náði að byggja upp sitt eigið vörumerki, sem er hann sjálfur, með svona svakalega góðum árangri. Það eru kenndir kúrsar í markaðsfræði í erlendum háskólum um það hvernig Madonna markaðsetti sjálfan sig sem poppstjörnu og spái ég því að markaðsetning á vörumerkinu David Beckham sé efni í annan slíkan kúrs. Skoðun Kúrbítsins er sú að David Beckham hefur náð mun lengra en knattspyrnuhæfileikar hans gefa ástæðu til, hann er góður....bara ekki svona rosa góður.
Kúrbíturinn er spenntur og hlakkar til að byrja að lesa í kvöld.....
Hrósið í dag fá kaupmennir í matvöruverslunum Vínberinu og Vísi á Laugaveginu, frábærar matvöruverslanir innan um tískuverslanir, bókabúðir, kaffihús og veitingastaði. Þeir eru svo sannarlega flottustu kaupmennirnir í bransanum í dag
Þeir lengi lifi........
Svona er nú það
Það er nokkuð af fólki sem hefur komið til mín á undanförnum vikum og viljað tjá sig um ákvörðun mína að fara til Ítalíu í framhaldsnám. Þetta fólk skilur mig engan veginn og finnst ég vera einhver vanviti sem viti ekki hvar tækifærin mín liggja. Þetta fólk skilur ekki að minn hugur liggi til útlanda, fara í framhaldsnám, kynnast nýrri menningu, tungumáli og upplifa nýja hluti frá morgni til kvölds. Þessu fólki finnst ég vera óstjórnlega vitlaus að vilja fórna markmannsstöðunni hjá Fylki, mögulegri varamarkmannsstöðu hjá íslenska landsliðinu og frægð og frama í því starfi sem ég nú inni af hendi. Svo þegar ég segist kannski ekki ætla að koma beint heim eftir að náminu lýkur heldur finna mér vinnu í Mílanó eða flytja mig um set til einhverra annarrar borgar, í einhverju öðru landi. Ég hef ákveðið eins og stjórnmálamenninirnir segja "að fara óbundinn til þessa framhaldsnám". Hugsanlegt er að ég komi heim eftir eitt ár, kannski tvö ár, kannski fimm ár o.s.frv. Maður fær það á tilfinninguna að sumt fólk hér á landi hugsi eins og Bandaríkjamenn í þessum efnum "This is your year in Europe" og svo eigi maður bara að koma heim, kaupa sér íbúð, eignast börn og lifa hamingjusamur til æviloka.
Það er gott að við íslendingar séum ekki allir steyptir í sama mótið. Það væri slæmt ef allir væru með sömu þrár, sömu langanir og allir hefðu sömu markmið að stefna að. Það er aðeins eitt sem allir stefna að í þessu lífi og það er að vera hamingjusamur. En leiðirnar eru margar að því marki og verður hver og einn að ákveða hvaða leið hentar honum best.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli