Kúrbíturinn.....með fréttir frá Ítalíu
Þar sem Kúrbíturinn er að leggjast í víking til Ítalíu í upphafi næsta árs er upplagt að minnast á þær fréttir sem hafa birst um þetta rómaða land í liðinni viku.
#Birt var viðtal við Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu í vefriti The Spectator þar sem hann sagði m.a. ítalskir dómarar væru klikkaðir.
# Á Mbl.is birtist ennfremur frétt um Silvio Berlusconi þar sem hann lýsir Benito Mussolini, fyrrverandi einræðisherra Ítalíu, sem góðviljuðum leiðtoga og að Mussolini hafi í raun engan drepið, heldur einungis sent menn í útlegð.
# Umfjöllun um hinn geðþekka forseta knattspyrnufélagsins Perugia, Luciano Gaucci birtist á vefmiðlinum fótbolti.net þar sem kom m.a. fram að hann stefndi að því að fá kvenkyns leikmann til að spila með karlaliði félagsins í nánustu framtíð. Hægt er að nálgast umfjöllunina hér.
Svona er nú Ítalía í dag.
2. þáttur. Áhrif Bandaríkjanna á evrópska menningu
Bandaríkjamenn ættu að vera okkur víti til varnaðar þegar talað er um neysluvenjur þjóðfélagsins. Það er ekki nóg frá Bandaríkjunum hafi komið skyndibitamenningin heldur kom gosdrykkjamenningin þaðan líka. Gosdrykkir eru mikið þjóðfélagslegt vandamál víða um heim, ung fólk er farið að drekka mikið magn af hinum ýmsu gosdrykkjum og hefur drykkja á heilbrigðari drykkjarvörum dregist saman á sama tíma. Gosdrykkir eru stór ástæða þess hvað þjóðir hins vestræna heims hafa fitnað svakalega mikið á undanförnum árum. Látum girnilegar ímyndir bandarískra stórfyrirtæki ekki blinda okkur og gera það verkum að við neytum einhvers sem er andstætt okkar raunverulega vilja. Við skulum ekki endalaust vera þrælar bandarískrar gosdrykkjamenningar.
Kúrbíturinn hefur mikið á móti öllum gosdrykkjum, nema í lagi finnst honum að blanda ginið með tóniki endrum og eins, appelsínið er svo náttúrulega ómissandi um jólin. Hugsum um heilsuna og sleppum gosdrykkjunum, vegna þess að á sama tíma erum við að stíga skref í átt að þeirri falsímyndartakmarki okkar um að öll þurfum við að vera grönn og falleg. Kúrbíturinn hvetur alla til að hætta allri drykkju gosdrykkja...að minnsta kosti minnka hana um 97%.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli