fimmtudagur, 11. september 2003

1. þáttur. Áhrif Bandaríkjanna á evrópska menningu.
Þegar að er gáð þá er flest sem hefur komið frá Bandaríkjunum inn í evrópska menningu mjög SLÆMT!!!! Á næstu dögum, vikum og mánuðum verður gert grein fyrir hinum fjölmörgu slæmu hlutum sem komið hafa frá Bandaríkjunum inn í evrópska menningu. Þetta verður ekki fræðilega skrifaðar greinar þar sem stuðst verður tölulegar staðreyndir eða vitnað í einhverjar viðurkenndar rannsóknir. Hér verður fjallað um málið út frá minni sannfæringu og mínum skoðunum á þessum bandarísku aðskotahlutum í evrópskri menningu. Fyrst verður fjallað um hina ógeðfelldu bandarísku skyndibitamenningu sem er að gera hinn vestræna heim sífellt feitari.

Í Evrópu hefur ríkt mikil matarmenning í hverju landi fyrir sig um margra alda skeið, við þekkjum til dæmis franska, ítalska og spánska matargerð. Bandaríkjamenn hafa á undanförnum árum sýnt góðan árangur í því flytja sína skelfilegu skyndibitamatarmenningu til allra Evrópulanda. Þessi matarmenning hefur átt stóran þátt í því að gera bandarísku þjóðina að þeirri feitustu í heimi. Við íslendingar höfum tekið á móti þessari nýju matarmenningu opnum örmum og erum á góðri leið að verða feitasta þjóð Evrópu, æðislegur titill. Helstu rök fyrir þessari matarmenningu er sú að þetta sé svo fljótlegt í hinu hraða þjóðfélagi nútímans. Þetta eru ekki haldbær rök......enda hefur aldrei hefur verið meiri þörf fyrir það að fólk setjist niður, slaki á í samneyti við vini og njóti góðrar og næringaríkrar fæðu, til þess einfaldlega að duga daginn í þessu hraða þjóðfélagi sem sagt er að við búum í.

Kúrbíturinn leggur það til að við sniðgöngum bandaríska skyndibitamenningu í hvívetna, borðum t.d. íslenskan, evrópskan, asískan eða indverskan mat í staðinn. Hér á Íslandi er hægt að fá góðan tilbúinn mat á sanngjörnu verði á hinum ýmsu stöðum í bænum. Dæmi um slíka staði eru Grænn kostur á Skólavörðustíg, Deli í Bankastrætinu, Devitos við Hlemm, Nings við Suðurlandsbraut og Núðluhúsið við Vitastíg.

Engin ummæli: