Lauma með skelfilegri lykt
Stundum verð ég alveg skrifstopp þegar ég ætla að segja frá einhverju sem gerðist í gær, sko ef maður ætlaði eingöngu að hafa þessi skrif á þeim nótunum. Tökum gærkvöldið sem dæmi......ég held það hafi ekkert gerst sem er þess virði að það sé skrifað um það. Ég er ekki að segja að kvöldið hafi ekki verið mjög skemmtilegt......en samt ekki þannig kvöld að hægt sé að skrifa eitthvað mikið um það.
Ég kom heim úr vinnu um kl. hálf sjö, fór þá beint út að hlaupa, fór síðan í mat til tengdó þar sem boðið var upp á þorsk og að sjálfsögðu drukkið rauðvín með matnum. Síðan kemur að þeim þætti af kvöldinu sem ég síst stoltur af......klukkan tíu settist ég fyrir framan sjónvarpið og gjörsamlega starði á það til klukkan tólf. Þetta var alveg glatað svo við skulum ekki minnast á þetta meir og ég er búinn að lofa sjálfum mér að þetta gerist ekki aftur. Um daginn horfði ég á ævisögu Hugh Hefner, skemmti mér vel og alveg vel þess virði en í gærkvöldi var horft á 10-fréttirnar, 70 mínútur og síðan einhvern þátt sem ég hef ekki hugmynd um hvað heitir. Þetta sjónvarpsgláp í gærkvöldi var sem sagt ekkert rosalega skemmtilegt né uppbyggilegt. Kvöldið var sem sagt mjög skemmtilegt fyrir utan þetta sjónvarpsgláp.....ég hefði samt getað gert margt skemmtilegra en það. Þrátt fyrir að fyrri partur kvöldsins hafi verið skemmtilegur þá gerðist ekkert sem er virkilega gott efni í einhver dagbókarskrif. Ef ég hefði helt ofan á mig rauðvíninu í matarboðinu, sagt alltof dónalegan brandara og tekið eina laumu með skelfilegri lykt....þá hefði matarboðið verið efni í nokkuð góð skrif.
Það er ótrúlegt að á sama tíma og maður er í sífellu að kvarta um tímaleysi þá getur maður sökkt sér niður í sjónvarpsgláp......stundum í nokkra klukkutíma á dag. Ég horfi samt ekki mjög mikið á sjónvarp, á mér ekki uppáhaldsþætti eða þess háttar. Það sjónvarpsefni sem mér líkar ekki mjög vel eru þættir og kvikmyndir sem fjalla um lækna, lögreglumenn og lögfræðinga.....alveg ótrúlega einsleitt og leiðinlegt sjónvarpsefni. Þegar að maður horfir ekki á svoleiðis þætti og kvikmyndir þá er nú ekki mikið eftir..... sem er mjög gott.
Til þess að geta skrifað eitthvað skemmtilegt hér á Kúrbítnum að morgni þá er töluverð pressa á mann að gera eitthvað skemmtilegt alla daga vikunnar, þ.e.a.s. ef maður ætlar að hafa svona skrif eingöngu á dagbókarformi. Svo hlýtur líka að vera list að geta sagt skemmtilega frá einhverju sem er kannski ekkert rosalega spennandi við fyrstu sýn......það er svolítið spennandi og kannski svolítil áskorun. Að reyna að skrifa þannig umfrekar tilþrifalítið líf á köflum að það sé rosalega spennandi og eftirsóknarvert. En nú er ég að sjálfsögðu ekki að segja að líf mitt sé eitthvað tilþrifalítið....verður það að minnsta kosti ekki þegar fótboltinn er búinn og hinn FÉLAGSLEGI Kjartan tekur við völdum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli