Kokkteilar, minipils og bikiní
Við búum á landi þar sem meðalhiti ársins er í kringum 5 gráður á celsíus, þar sem skammdegið ríkir stóran hluta ársins og kuldinn næðir inn að beini. Lega landsins gerir það að verkum að svona er veðrið á klakanum og mjög lítið hægt að gera til þess að breyta því. Þó það sé kalt á klakanum þá eru samt ekki kjöraðstæður fyrir iðkun vetraríþrótta, sem dæmi má nefna er varla hægt að fara á skíði nema í nokkra daga á ári....svolítið óheppilegt. En það er margt til ráða til þess gera kuldann og skammdegið eilítið skemmtilegra. Hér á eftir eru tillögur um það sem við getum gert:
1. Kaupum okkur ódýrara sjónvarpstæki (eða sleppum því) og notum mismuninn til þess að kaupa okkur gashitara á svalirnar eða pallinn.
2. Sleppum því að vera áskrifendur að Stöð 2, leggjum andvirði áskriftarinnar inn á banka og notum peningana til að fara til heitari landa á hverjum vetri, svona til að brjóta hann aðeins upp.
3. Hættum að fylgja vetrartískunni og klæðumst litríkum sumarfötum allan ársins hring (þarna kem ég kannski ekki alveg nógur sterkur inn...er að vinna í þessu).
4. Sleppum því endurnýja jeppann og byggjum risastóra sumarsólstofu fyrir peningana.
5. Höfum íbúðina okkar litríka, þó það sé veðrið sé grátt mestan part ársins þurfum við ekki að hafa íbúðina okkar í stíl við veðrið (ég er ekki barnana bestur í þessum málum en er í mikilli framför).
6. Ekki leggja grillinu þegar sumrinu lýkur, grillum allan ársins hring, drekkum rauðvín og fílum hið ímyndaða sumar í tætlur.
7. Hættum að drekka þetta skammdegissvarta, bandaríska kók og drekkum í staðinn hinn íslenska appelsínugula Trópí (Hulda!!! ég vil fá gömlu Trópí-fígúruna aftur á fernurnar).
8. Höldum partý hverja einustu helgi þar sem þemað verður Hawai.......KOKKTEILAR, MINIPILS OG BIKINÍ.
9. Höfum allt í blómum í íbúðinni hjá okkur sem eru blómstrandi allan ársins hring (endilega talið við Fríðu upp á nánari upplýsingar).
10. Um leið og það kemur sól á veturnar þá eigum við drífa okkur út í litríku úlpuna okkar, setja á okkur uppáhalds sólgleraugun okkar, þrömmum niður í miðbæ og fá okkur ís.
Að sjálfsögðu eigum við einnig að njóta þess besta sem veturinn, skammdegið og kuldinn hefur upp á að bjóða en meira um það síðar. En eins og Bubbi Morthens sagði forðum Sumarið er tíminn lalalalalalaaaaaa.............
Snilldar "concept"
Að fá frábæra viðskiptahugmynd, útfæra hana og markaðsetja á snilldarhátt og búa til vörumerki sem hefur lifað góðu lífi í áratugi.....er bara snilld. Þetta tókst hinum eina sanna Hugh Hefner að gera er hann gerði Playboy tímaritið að heimsveldi. Ég horfði á ævisögu Hugh Hefner í sjónvarpinu í gærkvöldi og skemmti mér vel við það. Þetta var flott "concept" sem hann náði að hanna og gera að veruleika á mjög skömmum tíma. Hann varð sjálfur algjörlega hluti af "conceptinu" eða "conceptið hluti af honum. Lífstíll hans varð hluti af ímynd tímaritsins, allt hans líf snérist um tímaritið og lifði hann þeim lífstíl sem tímaritið boðaði og bar á borð fyrir lesendur. Að vera kominn í háa elli og hafa nánast ekki verið með konu eldri en 24 ára......verð ég að segja að er nú svolítið sérstakt.
Ég tek að ofan fyrir Hugh Hefner og þeirri ímynd sem hann hefur skapað í kringum eitt tímarit.
Hugh Hefner er SNILLINGUR!!!!!!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli