miðvikudagur, 1. október 2003

3. þáttur. Áhrif Bandaríkjanna á evrópska menningu
Hve oft hefur maður legið fyrir framan sjónvarpstækið eða farið í bíó og horft á heilalausar bandarískar kvikmyndir eða sjónvarpsefni? Svo loksins þegar maður slekkur á sjónvarpstækinu þá hugsar maður......hef ég hér legið til góðs og horft á einhvern bandbrjálaðan og ógirnilegan bandarískan raunveruleika. Þegar maður er staðinn upp frá sjónvarpstækinu þá óskar maður þess heitar en nokkru sinni fyrr að hægt sé að spóla tímann til baka og gera eitthvað viturlegra við hann í staðinn.

Með þessum skrifum mínum er ég ekki að dæma alla Bandaríkjamenn eða allt það sjónvarpsefni sem kemur frá Bandaríkjunum, heldur er ég gagnrýna það magn af vondu efni sem sýnt er á þessum þremur frjálsu og ófrjálsu sjónvarpsstöðvum sem hér eru starfræktar. Sjónvarpsefni getur verið mjög skemmtilegt, uppbyggilegt, fræðandi og í gegnum sjónvarptæki getur maður fengið nasaþefinn af margbreytilegri menningu þessa heims.

Hvaðan kemur öll þessi eftirspurn eftir þessu sjónvarpsefni sem sýnt er í íslensku sjónvarpi? Ein skýringin getur verið að það eru ekki sjónvarpstöðvarnar sem mynda eftirspurnina heldur sjónvarpsáhorfendur. Ef sjónvarpsstöðvarnar myndu ekki sýna það sjónvarpsefni sem áhorfendur vilja þá myndu þær missa áhorf og leggja upp laupana. Önnur skýringin er sú að það getur varla verið að íslendingar vilji einungis horfa á heilalausan bandarískan raunveruleika, það hlýtur einnig að vera ákveðin mötun í gangi og við horfum bara á það sem er í sjónvarpinu á hverjum tíma.

En það er frjálst val hvers og eins hvort hann horfi eða horfi ekki á þennan miður skemmtilega bandaríska veruleika sem hér er á borð borinn. Á meðan fólk vill fá bandaríska ómenningu inn í stofuna til sín.... er ekki hægt að segja neitt. Fólk getur varla horft á sjónvarp endalaust af einskærum áhuga á þessu bandaríska sjónvarpsefni heldur stjórnast það af slæmum "sjónvarpsáhorfunarvana"...sem hlýtur að vera nokkuð erfitt að koma sér út úr.

Þegar maður hugsar um lífhlaup sitt á dánarstundu þá getur varla verið að maður hugsi um allar þær stundir sem maður eyddi fyrir framan sjónvarpið og maður hafi nú viljað eyða þar aðeins lengri tíma á hverjum degi.

Engin ummæli: