Nú skiljast leiðir.......
Kúrbíturinn og hans kvinna eiga mjög gamlan en fallegan bíl, að minnsta kosti þegar tekið er með í reikninginn að hann er frá Japan. Þetta er Daihatsu Charade árgerð 1992, hann er fagurblár með skemmtilegum límmiðum á hliðunum. Kúrbíturinn hefur aldrei litið á bílinn sinn sem druslu....heldur gamlan og góðan bíl en öll hans bestu ár eru að baki. Kúrbíturinn er dapur í dag og honum líður ekki vel........ástæðan er sú að bíllinn er lasinn. Kúrbíturinn hefur tekið þá ákvörðun ásamt sinni kvinnu að leiðir þeirra muni skiljast og munu þau reyna að koma bílnum í hendurnar á einhverjum hjartahlýjum bílalæknisfræðilega menntuðum einstaklingi. Söknuður þeirra hjónakorna mun verða mikill en munu þau bera harm sinn í hljóði.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeir, sem vilja minnast hans, er bent á Brimborg hf.....Daihatsu-umboðið á Íslandi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli