föstudagur, 3. október 2003

Jákvæðir straumar inn í helgina
Kúrbíturinn óskar aðdáendum sínum nær og fjær, til sjávar og til sveita, lágum sem háum, ungum jafnt sem gömlum jákvæða strauma um gleðilega helgi og farsældar í næstu viku.

Gáta vikunnar
Storkurinn sagði Kúrbítnum skemmtilega gátu sem hann vill deila með ykkur. Hvaða knattspyrnumaður hefur leikið í öllum eftirtöldum derby-leikjum?

* AC Milan - Inter Milan
* Chelsea - Arsenal
* Newcastle - Sunderland
* Celtic - Rangers

Endilega setjið ykkar svar sem komment........

Kúrbíturinn.....með fréttir frá Ítalíu
Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, heldur áfram að hneyksla heiminn með orðum sínum og gjörðum. Að þessu sinni er hann að þrýsta í gegnum ítalska þingið lagafrumvarpi sem auðveldar honum að auka við fjölmiðlaveldi sitt. Silvio Berlusconi og fjölskylda eiga nú þegar margar sjónvarpsstöðvar, útvarpsstöðvar, blöð og tímarit.....að auki er Silvio Berlusconi æðsti yfirmaður ítalska ríkissjónvarpsins. Það fer ekki alveg saman að eiga allar stærstu einkareknu sjónvarpsstöðvarnar og vera æðsti yfirmaður ríkissjónvarpsins......ímyndið ykkur að Jón Ólafsson yrði forsætisráðherra.

Storkurinn er mættur!!!!
Nú hefur hálfdanski storkurinn rutt sér fram á ritvöllinn með nýrri síðu og byrjunin lofar svo sannarlega góðu. Kúrbíturinn fagnar komu storksins og óskar honum velfarnaðar á ritvellinum.

Fjórfaldur espresso!!!!
Kúrbíturinn var rosalega þreyttur í morgun og gat alveg hugsað sér að sofa í svona 5-6 tíma til viðbótar. Ótrúlegur sjálfsagi kom Kúrbítnum á fætur og þá var ekki aftur snúið......stórkostlegur dagur var hafinn. Kúrbíturinn tók lítið djamm í gær.....ítalarnir myndu segja djammino. Þegar stórkostlegri skemmtun var lokið uppgötvaði Kúrbíturinn að líkamlegt og andlegt ástand hans var ekki eðlilegt.......hann var orðinn þokkalega drukkinn. Þrátt fyrir skelfilegt ástand Kúrbítsins í morgunsárið komst hann fljótlega í lag.....þökk sé köldu spínat-lasagna......algjör snilld og fjórföldum espresso í morgunmat.

Hrós dagsins
Hrós dagsins fær Steingrímur J. Sigfússon fyrir stórkostlega ræðu á alþingi í gærkvöldi. Þó Kúrbíturinn sé ekki skoðanabróðir Steingríms í mörgum málum þá virðir hann skoðanir hans í hvívetna.

Engin ummæli: