….og ég brosi allan hringinn!!!!
Kúrbítnum finnst brosið einn af þessum flottu eiginleikum mannsins, brosið er ókeypis og alveg ótrúlega skemmtilegt fyrirbæri. Það er mun auðveldara fyrir líkamann að brosa heldur en að gretta sig því maður notar miklu færri vöðva til verksins…..sem sagt orkusparnaður. Að auki býr ekkert annað dýr í heiminum yfir hæfileikanum að brosa nema mannskepnan….nýtum okkur það til hins ýtrasta.
Lausnin við gátu vikunnar
Spurt var um knattspyrnumann sem hefur leikið í öllum eftirtöldum derby-leikjum?
* AC Milan - Inter Milan
* Chelsea - Arsenal
* Newcastle - Sunderland
* Celtic - Rangers
Svarið við gátu vikunnar er Paul Elliot
Kúrbíturinn var ekki einu sinni volgur.......
davidbeckham MY SIDE !!!!!
Þá liggur fyrri helmingur ævisögu David Beckham í valnum. Kúrbíturinn hefur ekki leiðst lesningin en hún hefur ekki gefið honum neina rosalega ánægju né gefið honum mikla vitneskju um hina glæsilegu markaðssetningu á vörumerkinu David Beckham. Hún inniheldur ekki miklar upplýsingar umfram þær sem Kúrbíturinn hefur fengið með því að lesa blöð og tímarit á liðnum árum. David Beckham gefur sem sagt ekki mikið af sér í þessum fyrri helming bókarinnar….það hlýtur að vera eitthvað rosalega safaríkt í seinni hlutanum.
Kúrbíturinn kemur hér með úrdrátt úr fyrri helmingi bókarinnar:
# David Beckham byrjar í fótbolta.
# David Beckham spilar miklu meiri fótbolta.
# Foreldrar David Beckham keyra hann út um allt til að spila fótbolta og þvo af honum fótboltafötin.
# David Beckham skrifar undir samning við Manchester United…hafnar boði Tottenham.
# David Beckham spilar miklu meiri fótbolta.
# David Beckham kemst í byrjunarliðið….svo í landsliðið.
# David Beckham kynnist Victoriu...fara á stefnumót...verða kærustupar…verða ástfangin...þau trúlofast...eignast börn….o.s.frv.
# David Beckham fær rautt spjald á móti Argentínu á HM í Frakklandi árið 1998.
# David Beckham nær sér á strik aftur í fótboltanum og að sjálfsögðu spilar miklu meiri fótbolta.
# David Beckham giftist Victoriu með pompi og prakt.
Þetta er sem sagt mjög tilþrifalítill fyrri helmingur sem veldur kúrbítnum nokkrum vonbrigðum og hefur hún alls ekki staðist væntingar Kúrbítsins hingað til. Kúrbíturinn elur samt þá von í brjósti að seinni helmingurinn verði miklu betri....Kúrbíturinn er spenntur.
Kúrbíturinn gefur fyrri helmingi bókarinnar davidbeckham MY SIDE einungis einn og hálfan dvergkúrbít af fimm mögulegum.
David!!!!…...Kúrbíturinn bjóst við miklu meiru af þér.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli