mánudagur, 6. október 2003

Libertas Brera F.C......sigurganga heldur áfram!!!!
Það er fátt sem getur stöðvað Libertas Brera F.C. þessa dagana og unnu þeir um helgina sinn þriðja leik í röð. Að þessu sinni vannst sigur á Guanzatese á útivelli og endaði leikurinn 0-3. Libertas Brera F.C. leikur við hvern sinn fingur þessa dagana og er ekki neitt lið sem stenst þeim snúning þegar það er í þessum ham. Nú er liðið komið í þriðja sætið með 10 stig og menn bjartsýnir á framhaldið.

Libertas Brera F.C. spilaði sinn allra besta leik á keppnistímabilinu og gjörsamlega yfirspilaði lið Guanzatese. Vörn liðsins var sterk, miðjan feikisterk og sóknarmennirnir kláruðu færin vel. Liðið spilar góða knattspyrnu og hefur núverandi þjálfari, Zekri, náð ótrúlegum árangri með liðið.

Þess má geta að eitt helsta átrúnaðargoð Kúrbítsins í gegnum árin, Walter Zenga, þjálfaði lið Libertas Brera F.C. fyrir nokkrum árum. Fyrir þá sem ekki vita þá var Walter Zenga markmaður hjá Inter Milan, Sampdoria og ítalska landsliðinu. Árangur Walter Zenga var afspyrnulélegur og var hann látinn taka pokann sinn á miðju tímabili. Svona er þetta.....það standast ekki allir pressuna hjá Libertas Brera F.C.

Gáta vikunnar.....vísbending
Þar sem ekki hefur borist neitt svar við gátu vikunnar ætlar Kúrbíturinn að koma með litla vísbendingu. Þessi leikmaður er frá Bretlandseyjum og spilaði þessa leiki á árunum 1985-1990.

Endilega setjið ykkar svar sem komment........

Engin ummæli: