Gleðilega helgi......
Kúrbíturinn óskar aðdáendum sínum nær og fjær, til sjávar og til sveita, lágum sem háum, ungum jafnt sem gömlum gleðilegrar helgar og farsældar í viku komandi.
Aðgerð gærdagsins heppnaðist vel
Kúrbíturinn fór í aðgerð í gær, það þurfti að láta taka litla blöðru sem hafði tekið sér bólfestu á vinstri rist Kúrbítsins. Kúrbíturinn var svæfður kl. 18.00 í gærkvöldi, krukkað var í löppina á honum í einn og hálfan klukkutíma, vaknaði svo kl. 19.30, stóð upp og hélt heim á leið. Aðgerðin heppnaðist í alla staði mjög vel og er Kúrbíturinn nú á góðum batavegi. Fyrir aðgerðina var Kúrbíturinn pínulítið smeykur við hið óþekkta enda aldrei farið í aðgerð sem þessa. Hann svitnaði kannski ekki undir höndunum, né titruðu lappirnar á honum og enginn stressroði braust frammí kinnarnar en samt var honum ofurlítið órótt. En þar sem Kúrbítnum finnst gott að sofa var þessi aðgerð á endanum hin mesta skemmtun og þessar pínulitlu áhyggjurnar algjörlega tilgangslausar. Það er oft þannig að maður stressast upp út af einhverju sem eftir á að hyggja var algjörlega óþarfi og eftir á að hyggja finnst manni hálfkjánalegt að hafa yfir höfuð verið eitthvað að stressa sig á því. Á maður þá ekki bara að sleppa því að vera eitthvað stressaður yfir hinu og þessu og að hafa áhyggjur í tíma og ótíma. Þetta fer örugglega á endanum allt saman einhvern veginn hvort sem maður hefur áhyggjur af því eða ekki.
Hrós dagsins
Hrós dagsins í dag fá Kári Sturluson, umboðsmaður, fyrir að vera á góðri leið að gera hljómsveitirnar Vínil og Quarashi heimsfrægar á erlendri grundu og Þröstur Þórhallsson, skákmaður og fasteignasali, fyrir að ná jafntefli við hinn heimsfræga skákmann, Ivan Sokolov.
Kúrbíturinn.....með fréttir frá Ítalíu
Giulio Andreotti, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, var í gær sýknaður af æðsta áfrýjunardómstól Ítalíu af ákæru um að hafa fyrirskipað morð á rannsóknarblaðamanninum Carmine Pecorelli árið 1979. Giulio Andreotti sem nú er 84 ára að aldri gegndi embætti forsætisráðherra alls sjö sinnum. Þessu máli er nú lokið því ekki er hægt að fara með málið á hærra dómstig en áður hafði héraðsdómstóll dæmt hann í 24 ára fangelsi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli