Gleðilega helgi......
Kúrbíturinn óskar aðdáendum sínum nær og fjær, til sjávar og til sveita, lágum sem háum, ungum jafnt sem gömlum gleðilegrar helgar og farsældar í viku komandi.
Kúrbítur hefur áhrif allsstaðar......
Kúrbíturinn hefur spilað knattspyrnu frá því hann var lítill drengur, hefur náð góðum árangri og skemmt sér konunglega allan sinn feril. Nú hefur Kúrbíturinn ákveðið að taka sér frí frá knattspyrnunni í eitt ár og fara í framhaldsnám til Ítalíu. Þar sem Kúrbíturinn hefur spilað í heilar 30 mínútur í A-landsleik gegn stórlandsliðinu Andorra má segja að Kúrbíturinn sé fyrrverandi landsliðsmarkmaður Íslands í knattspyrnu. Hér eftir mun því Kúrbíturinn alltaf titla sig sem fyrrverandi landsliðsmarkmaður Íslands......flottur titill!!!. Það eru margir sem titla sem fyrrverandi alþingismenn þó þeir hafi kannski verið þingmenn í einhverja mánuði fyrir mörgum áratugum síðan....
Það má segja að Kúrbíturinn sé sigursælasti markmaður íslenska landsliðsins frá upphafi. Það sem styður kenningu að Kúrbíturinn sé sigursælasti markmaður Íslands er að íslenska landsliðið hefur aldrei tapað leik sem Kúrbíturinn hefur spilað.....að vísu hefur Kúrbíturinn aðeins spilað áðurnefndan leik gegn Andorra. Að auki má nefna það að Kúrbíturinn er eini markmaður íslenska landsliðsins sem aldrei hefur fengið á sig mark í landsleik.....stórkostlegt.
Kúrbíturinn finnst hann eigi nokkuð stóran þátt í góðu gengi íslenska landsliðsins að undanförnu. Í Morgunblaðinu í dag kom eftirfarandi fram "Ásgeir Sigurvinsson sagði að hugarfarsbreyting hafi átt sér stað á Selfossi". Það er engin tilviljun að þessi hugarfarsbreyting hafi átt sér stað einmitt á þeim tímapunkti....ástæðan er sú að Kúrbíturinn æfði með liðinu á Selfossi og sáði fræum að þessari miklu hugarfarsbreytingu sem varð hjá liðinu. Það má því segja að Kúrbíturinn sé tæknilegur sálfræðingur hjá íslenska landsliðinu.......
Kúrbíturinn er stoltur í hjarta sínu og hamingjusamur með íslenska landsliðið og óskar þeim alls hins besta í leiknum gegn Þýskalandi á morgun, laugardag. Kúrbíturinn telur að það verði á brattan að sækja en með toppleik er alltaf möguleiki á sigri sama hver andstæðingurinn er. Þó íslenska landsliðið eigi toppleik á morgun....þá er það ekki sjálfsögð ávísun á sigur.......við þurfum að einnig að treysta á það að þýska liðið eigi ekki toppleik á sama tíma.
Það er vonandi aðeins tímaspursmál hvenær Kúrbíturinn fái gullmerki KSÍ !!!!!!
Hrós dagsins
Hrós dagsins fær Bono....hinn stórkostlegi söngvari írsku hljómsveitarinnar U2. Hann fær hrósið fyrir óþreytandi baráttu sína fyrir málstað þeirra sem minna mega sín. Nú er svo komið að Bono er kominn á lista yfir þá sem eiga möguleika á að hreppa Friðarverðlaun Nóbels. Bono hreppti þó ekki verðlaunin í ár en það kemur ár eftir þetta ár og er það einungis tímaspursmál hvenær hann hreppir þessi eftirsóttu verðlaun. Kúrbíturinn tekur að ofan fyrir Bono, bæði sem tónlistarmanni, friðarsinna og baráttumanni fyrir þeim sem minna mega sín.
Kúrbíturinn dýrkar Bono!!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli