fimmtudagur, 9. október 2003

Rauðvín vikunnar.......
Hér fyrir neðan eru fjögur vín sem Kúrbíturinn hefur góða reynslu af og eiga það öll sameiginlegt að hafa mjög lágan áhrifastuðul.
Rocca Rosso Salento 2000. Þetta vín er frá Pugliu sem er hérað á Suður-Ítalíu sem hefur verið mjög vaxandi vínræktarhérað á undanförnum árum. Þetta vín er með meðalfyllingu, mjúkt, kryddað og nokkuð ávaxtaríkt. Það kostar kr. 950 kr. og er 13% að styrkleika og er því áhrifastuðull Kúrbítsins 73,08....sem er náttúrulega stórkostlegt.
Promessa Rosso Salento 1998. Þetta vín er einnig frá Puglio á Ítalíu. Þetta er bragðmikið vín, nokkuð stamt með þroskuðum keim. Það kostar kr. 990 kr. og er 13,5% að styrkleika og er því áhrifastuðull Kúrbítsins 73,33 sem verður að teljast frábært.
Villa Montes Cabernet Sauvignon 2001. Þetta vín er frá Chile sem hefur verið mjög vinsælt vínræktarland á undanförnum árum. Þetta vín hefur meðalfyllingu, nokkuð ávaxtaríkt, að auki er það bæði létt og berjaríkt. Það kostar kr. 990 kr. og er 13,5% að styrkleika og er því áhrifastuðull Kúrbítsins 73,33 sem er frábært.
Gato Negro 2002. Þetta vín kemur einnig frá Chile. Þetta vín hefur meðalfyllingu og léttan berjakeim. Það kostar kr. 980 kr. og er 13% að styrkleika og er því áhrifastuðull Kúrbítsins 75,38 og telst þetta því vera mjög góð kaup.



Kúrbíturinn.....áhugamaður um bætta vínmenningu.

Áhrifastuðullinn
Kúrbíturinn er mikið fyrir rauðvín, drekkur mikið af því og finnst það gott. Það eru tvö atriði sem eru mjög mikilvæg hjá Kúrbítnum í sambandi við val á rauðvíni......það er áfengisprósentan og verðið. Kúrbíturinn er búinn að útbúa ákveðinn stuðul til þess að leiðbeina honum við val á rauðvíni...þennan stuðull hefur Kúrbíturinn nefnt áhrifastuðullinn. Nafnið tengir saman þessi tvö mikilvægu atriði sem áfengisstuðullinn samanstendur af, annars vegar áfengisáhrifin og þau áhrif sem rauðvínskaupin hafa á fjárhag Kúrbítsins. Áfengisstuðullinn er reiknaður með því að deila verði flöskunnar í áfengisprósentu hennar....stórkostlegt. Sem dæmi um útreikning á áhrifastuðlinu er rauðvínið Montes Alpha Merlot frá Chile 14% að styrkleika og kostar 1.590 kr, áhrifastuðullinn verður því 113,57. Eftir því sem stuðullinn er lægri því betri eru kaupin....þetta er stórkostleg uppgötvun hjá Kúrbítnum. Meðalgildi áhrifastuðulsins er 100, þau vín sem fara langt yfir þau mörk eru óáhugaverð kaup en þau vín sem eru í tveggja stafa tölu eru áhugaverð kaup. Kúrbíturinn getur þó verið sammála því að aðrar ástæður geta verið réttlætanlegar þegar velja skal rauðvín en mælir með því að áhrifastuðullinn verði alltaf notaður til hliðsjónar.

Kúrbíturinn er stoltur af uppgötvun sinni......

Ný skoðanakönnun hjá Kúrbítnum
Í nýrri skoðannakönnun Kúrbítsins verður spurt Hversu oft ferðu inn á síðu Kúrbítsins? Er það ósk Kúrbítsins að aðdáendur hans nýti atkvæðið sitt og aðstoði Kúrbítinn við að mæla stærð og umfang heimsveldisins.

.....Kúrbíturinn treystir á stuðning þinn.

Engin ummæli: