Kúrbíturinn óskar aðdáendum sínum nær og fjær, til sjávar og til sveita, lágum sem háum, ungum jafnt sem gömlum gleðilegrar helgar og farsældar í viku komandi.
Dagurinn á morgun er stór dagur
Það er stór dagur í lífi kúrbítsins á morgun, laugardaginn 25. okóber 2003. Á þessum merka degi mun kvinna Kúrbítsins útskrifast úr viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Kúrbíturinn er stoltur af sinni kvinnu, glaður í hjarta sínu og mun minnast þessa dags um ókomna framtíð.
Kúrbíturinn óskar kvinnu sinni til hamingju með daginn og er alveg óstjórnlega stoltur af kvinnu sinni.
Kúrbíturinn....með fréttir frá Ítalíu
Atvinnulífið á Ítalíu liggur að stórum hluta niðri í dag þar sem um 11 milljónir manna í þremur stærstu verkalýðsfélögum landsins eru í verkfalli vegna mikillar óánægju með eftirlaunakerfið í landinu, þess má geta að ítalska þjóðin telur alls 57,5 milljónir. Meðal annars munu allar almenningssamgöngur og áætlunarflug til og frá Ítalíu fara úr skorðum vegna verkfallsins.
Rauðvín vikunnar
Eins og áður hefur komið fram er Kúrbíturinn mikið fyrir rauðvín, drekkur mikið af því og finnst það gott. Kúrbíturinn fann upp hinn fræga áhrifastuðul sem hefur slegið í gegn um allan heim. Áhrifastuðullinn er reiknaður með því að deila verði flöskunnar í áfengisprósentu hennar. Fyrir skemmstu nefndi Kúrbíturinn fjórar mjög góðar rauðvínstegundir sem hann hafði góða reynslu af og höfðu mjög lágan áhrifastuðul. Að þessu sinni mun Kúrbíturinn nefna fjórar rauðvínstegundir sem hefur enga reynslu af og hafa mjög háan áhrifastuðull.
Gaja Barolo Sperss 1993. Þetta vín kemur frá Piemonte sem er eitt af allra frægustu vínræktarhéruðum Ítalíu. Þetta vín kostar kr. 16.900 og er 13,5% að styrkleika og er því áhrifastuðull Kúrbítsins 1.251,85....sem er örugglega hæsti áhirfastuðull á rauðvíni sem er selt hér á landi.
Gaja Barbaresco 1997. Þetta vín er einnig frá Piemonte á Ítalíu. Þetta vín kostar kr. 13.790 og er 14% að styrkleika og er því áhrifastuðull Kúrbítsins 985,00....sem er alveg ótrúlegt.
Castello di Ama Chianti Classico Bellavista 1997. Þetta vín kemur frá Toscana, hinu margrómaða héraði Ítalíu. Þetta vín kostar kr. 8.580 og er 12,5% að styrkleika og er því áhrifastuðull Kúrbítsins 686,40....sem er alveg rosalega hátt.
Castello Banfi Brunello til Montalcino 1997. Þetta vín kemur einnig frá Toscana á Ítalíu. Þetta vín kostar kr. 4.990 og er 13% að styrkleika og er því áhrifastuðull Kúrbítsins 383,85....sem er þónokkuð hár áhrifastuðull.




Kúrbíturinn.....áhugamaður um bætta vínmenningu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli