mánudagur, 27. október 2003

Söngtexti vikunnar
Hin magnaða Leoncie á söngtexta vikunnar. Þetta er textinn við lagið Ást á pöbbnum af nýju plötu söngkonunnar, Radio Rapist:

Hún hitti hann á pöbb eitt kvöld
á Country pub í Reykjavík
Hún starði á hann mjög ákveðinn
Hann glápti á móti dauðadrukkinn
Hún kinkaði kolli og blikkaði hann
Hann var dáleiddur af allann Vodkann
Hann fór til hennar og sagði
hvar hann var frá
Hún sagði "Veistu hvað?"
Við höfum sameiginlegt
því við komum bæði frá Kópavogi

Chorus

Ást á pöbbnum, þau féllust í ást á
pöbbnum
Nú grætur hann - Hann átti að kynnast
henni fyrst
Hún eyðir öllu hans fé. Hann sparar
ekki neitt
Hann vildi kaupa hús, en hann á varla
fyrir öl krús
Til að gera allt verra hann missti vinnuna
í staðinn að vinna fór hann norður með henni
Hún dróg hann til Akureyrar
Þau dönsuðu línudans fram til klukkan 3
Syngjandi.....við komum bæði frá Kópavogi.

Libertas Brera F.C.........ósigrað í sjö leikjum í röð.
Nú hefur Libertas Brera F.C. leikið sjö leiki í röð án þess að bíða ósigur, 4 sigrar og 3 jafntefli. Um helgina gerði félagið jafntefli við Boviso Masciago 2002 á heimavelli, 1-1. Þessi úrslit voru nokkur vonbrigði fyrir Libertas Brera F.C. því með sigri hefði félagið komist upp í annað sætið. Boviso Masciago 2002 mætti á Arena Civica leikvanginn með það að markmiði að ná í eitt stig, lá í vörn og beitti skyndisóknum. Úr einni slíkri náðu Boviso Masciago 2002 að komast yfir í leiknum en með góðri spilamennsku og mikilli baráttu náðu leikmenn Libertas Brera F.C. að jafna leikinn í seinni hálfleik með frábæru marki. Á lokamínútum leiksins reyndu leikmenn Libertas Brera F.C. allt til þess að innbyrða sigur en lengra komust þeir ekki. Libertas Brera F.C. er í fjórða sæti eftir leiki helgarinnar með 15 stig en Caratese situr á toppnum með 19 stig. Hægt er að nálgast stöðuna í deildinni með því að smella hér. Um næstu helgi mætir Libertas Brera F.C. liði Gavirate Calcio á útivelli og er mjög mikilvægt fyrir Libertas Brera F.C. að innbyrða sigur í þeim leik.

Libertas Brera F.C..........næsta stórveldi í evrópskri knattspyrnu.

Engin ummæli: