þriðjudagur, 28. október 2003

Gáta vikunnar
Hver lagði upp sigurmark Jóhannesar Eðvaldssonar fyrir íslenska landsliðið í leiknum á móti Austur-Þýskalandi þann 5. júní 1975?

Hrós dagsins
Hrós dagsins fær kúrbíturinn og hans kvinna fyrir stórkostlegt útskriftarmatarboð síðastliðið laugardagskvöld. Þess má geta að kvinna Kúrbítsins hefur nú fengið starfsheitið viðskiptafræðingur.......hip hip húrra hip hip húrra.

Hér með óskar Hið Kúrbíska Heimsveldi kvinnu Kúrbítsins til hamingju með útskriftina og nýja starfsheitið.

Tilgangur Lífsins?
Sagt er að Reykvíkingur einn hafi verið staddur við höfnina í ónefndu sjávarþorpi út á landi. Hann sá bát koma inn. Einn maður var um borð og nokkur veiði. Reykvíkingurinn spurði fiskimanninn hve lengi hann hefði verið að veiða þetta.

Smástund,var svarið.

Af hverju veiddir þú ekki meira?

Ég hef ekkert að gera við meira sagði fiskimaðurinn, þetta nægir
fjölskyldunni minni vel.

Hvað gerir þú þá við tímann?

Ég lifi góðu lífi, sagði fiskimaðurinn. Ég sef frameftir á morgnana, fiska
dálítið, leik mér við börnin mín, tek "siesta" með konunni, rölti niður í þorpið á kvöldin og fæ mér vínglas
og leik á gítar með vinum mínum.

Ég get gefið þér góð ráð sagði Reykvíkingurinn. Ég er ráðgjafi með MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Þú átt að veiða meira. Þá færð þú meiri afla og getur keypt þér stærri bát og þá veiðir þú enn meira. Síðan getur þú keypt heilan flota af bátum og þá ertu ekki lengur háður því að selja í gegnum milliliði en getur verslað beint við verksmiðjurnar, sett upp verksmiðjur og jafnvel ráðið markaðnum. Þá þarftu ekki lengur að búa hér heldur getur flutt suður.

Hvað tekur þetta langan tíma? spurði fiskimaðurinn.

Svona 20-25 ár sagði ráðgjafinn.

En hvað svo? spurði fiskimaðurinn.

Þá kemur stóra stundin, sjáðu til. Þú breytir fyrirtækinu í hlutafélag og ferð á verðbréfamarkað og selur og stendur uppi með marga milljarða.

Já, sagði fiskimaðurinn en hvað svo?

Reykvíkingurinn varð dálítið hugsi en sagði síðan: Þá flytur þú í lítið fiskiþorp, sefur frameftir á morgnana, fiskar dálítið, leikur við börnin, tekur "siesta" með konunni, röltir á kvöldin niður í þorpið og færð þér vínglas og leikur á gítar með vinum þínum!!!!

Engin ummæli: