Libertas Brera F.C......enn án taps!!!!!
Þrátt fyrir endalausar sóknir og fullt af tækifærum tókst Libertas Brera F.C. ekki að skora gegn S.V. Turate og varð liðið því að sætta sig við 0-0 jafntefli. Varnarleikur liðsins var til mikillar fyrirmyndar en sóknarmennirnir voru svo sannarlega með mislagðar fætur fyrir framan mark andstæðingana. Libertas Brera F.C. er nú í fjórða sæti deildarinnar með 11 stig, hægt er að nálgast stöðuna í deildinni hér.
Leikurinn var spilaður á heimavelli Libertas Brera í Mílanó sem heitir Arena Civica. Þessi leikvangur er staðsettur í gríðarstórum garði nálægt miðborg Mílanó, hann tekur 18.000 manns og getur því nýst Libertas Brera F.C. í þeirri miklu velgengni sem blasir við liðinu á næstu misserum. Hægt er að sjá mynd af leikvanginum með því að smella hér.
Samningaviðræður á milli Kúrbítsins og Libertas Bera F.C. eru enn á mjög viðkvæmu stigi.....en Kúrbíturinn færist sífellt nær því að verða leikmaður Libertas Brera F.C. á næsta keppnistímabili.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli