Ítalía og Hvammsfjörður
Það er ótrúlegt hvað Hvammsfjörður og Ítalía eru svipuð í laginu, bæði eins og stígvél. Það eina sem er öðruvísi er að táin snýr í sitthvora áttina, á Ítalíu snýr hún til vinstri en til hægri í Hvammsfirðinum.
Hvammsfjörður er sem sagt Ítalía norðursins og Ítalía er Hvammsfjörður suðursins........
Hrós dagsins
Hrós dagsins fær Eldsmiðjan fyrir stórkostlegar pizzur og skemmtilegan stað. Kúrbítnum finnst Eldsmiðjupizzurnar einfaldlega vera þær bestu á Íslandi í dag. Staðurinn er einstakur í sinni röð, þar er einfaldleikinn í fyrirrúmi og það eina sem skiptir máli er að pizzurnar standist væntingar viðskiptavinanna. Staðurinn hefur það mottó að reyna endalaust að gera pizzurnar betri til þess að fara endalaust fram úr væntingum viðskiptavinarins.....algjör snilld.
Kúrbíturinn dýrkar Eldsmiðjuna........
Engin ummæli:
Skrifa ummæli