miðvikudagur, 15. október 2003

Gamli Bensinn í góðum höndum........
Kúrbíturinn sá gamla Bensinn sinn lagðan á snyrtilegan hátt fyrir framan efnalaugina Úðafoss á Vitastígnum í dag, það var eigandi efnalaugarinnar keypti bílinn af Kúrbítnum haustið 2001. Kúrbíturinn skoðaði gamla bílinn sinn í bak og fyrir og kom þá í ljós að hinn nýji eigandi var búinn að gera við pínulitlu dældina á vinstri hurð bílsins, þetta hefði kúrbíturinn aldrei gert því þessi dæld var hluti af karakter bílsins. En Bensanum líður vel hjá nýja eigandanum, er í fullu fjöri og líður Kúrbítnum vel að hafa látið bílinn í góðar hendur.

Kúrbíturinn var bæði glaður og sorgmæddur í hjarta sínu að hafa hitt bílinn sinn á nýjan leik.

Nýtt nafn á veldi Kúrbítsins.......
Á síðustu vikum og mánuðum hefur Hið Kúrbíska Samfélag þanist út og þegnum þess fjölgað ógurlega dag frá degi.....litla samfélagið er orðið að heimsveldi. Kúrbíturinn hefur af þeim sökum endurskírt þetta mikla veldi....í stað Hins kúrbíska Samfélags mun það hér eftir heita Hið Kúrbíska Heimsveldi.

Kúrbíturinn vonar að hið nýja nafn muni falla í kramið hjá æstum aðdáendum hans um allan heim.

Hrós dagsins
Hrós dagsins fá allir þeir aðilar sem hafa lagt hönd á plóginn til þess að gera Skólavörðustíginn að einni af allra flottustu götum borgarinnar.

Verðum í sambandi.......
Kúrbíturinn er kominn í samband við væntanlega samnemendur sína í Bocconi-University og nú eru allir farnir að senda tölvupósta á alla hina í hópnum. Þetta er gert til þess að maður byrji strax að kynnast öllum hinum nemendunum áður en sjálft námið hefst.....svolítið sniðugt. Kúrbíturinn er búinn að lofa sjálfum sér og aðdáendum sínum um allan heim að vera FÉLAGSLYNDUR.

Þess má geta að Kúrbíturinn stendur við orð sín er búinn að senda fyrsta póstinn.

Engin ummæli: