fimmtudagur, 16. október 2003

Kúrbíturinn.....á þjóðlegum nótum
Nú er tími sláturtöku í algleymingi og náttúrulega er enginn maður með mönnum nema að taka svona 2-3 slátur. Kúrbíturinn eyddi gærkvöldinu við þessa þjóðlegu iðju og upplifði Kúrbíturinn sig sem miðaldra húsfreyju í litlu koti fyrir vestan í upphafi 12. aldar. Kúrbíturinn er orðinn nokkuð sleipur í sláturkeppasaum og þekkir öll grundvallaratriði þessarar þjóðlegu hefðar. Kúrbíturinn er stoltur af framlagi sínu til þessarar sláturgerðar og finnst hann vera aðeins meiri íslendingur fyrir vikið.

Kúrbíturinn...með fréttir af íslenskum landbúnaði
Það kom Kúrbítnum mjög á óvart þegar hann heyrði það að hausum af svörtu fé væri hent en ekki notaðir í hina sívinsælu sviðakjamma, eingöngu eru notaðir hausar af hvítu fé til framleiðslunnar. Kúrbíturinn veit ekki ástæðuna fyrir þessari mismunun en svona er þetta......svolítið skrýtið. Ef einhverjir af aðdáendum Kúrbítsins vita ástæðuna fyrir þessari mismunun þá skuluð þið vera svo væn að uppfræða Kúrbítinn ykkar.

Kúrbíturinn telur að þetta jaðri við að vera kynþáttafordómar!!!!!

Hrós dagsins
Hrós dagsins fær Kaffitár fyrir að hafa skapað einn besta Caffe Latte sem Kúrbíturinn hefur bragðað í háa herrans tíð.

Engin ummæli: