Einkaviðtal við Kjartan Sturluson........
Það er fallegt haustkvöld í Reykjavík, stjörnubjartur himinn, beljur baula í fjarska og þokkafull gyðja kastar á þá félaga kveðju. Kúrbíturinn er sestur niður með Kjartani Sturlusyni á rólegu kaffihúsi í miðbæ Reykjavíkur. Þeir panta sér kaffi, fá sér nikótíntyggjó, halla sér aftur í sófann og hefja þetta smellna spjall.
Hér á eftir mun Kúrbíturinn spyrja Kjartan Sturluson allra spurninganna sem enginn annar hefur þorað að spyrja. Kúrbíturinn afsakar það ef einhverjum finnst hann hafa verið of ágjarn, ósanngjarn og fyrir að hafa spurt Kjartan spurninga sem hefðu kannski átt að vera óspurðar.
Kúrbíturinn: Hvert er svo förinni heitið í janúar?
Kjartan: Förinni er heitið til Mílanó á Ítalíu.
Kúrbíturinn: Hvað í fjandanum ertu að fara að gera þangað.
Kjartan: Ég er nú bara að fara í framhaldsnám í viðskiptafræði.
Kúrbíturinn: Til hvers!!!!
Kjartan: Mig langar til þess að byggja ofan á það viðskiptafræðinám sem ég stundaði í Háskóla Íslands, kynnast nýju landi (enn á ný) og verða víðsýnni á lífið og tilveruna.
Kúrbíturinn: Ertu kannski ekkert að fara í nám í Mílanó, getur verið að þú sért bara að flýja raunveruleikann?
Kjartan: Nei, ég er að fara í þetta nám heilshugar og fullur af áhuga.
Kúrbíturinn: Ertu ekki að bara að fara að drekka kaffi, þamba rauðvín, borða pizzur og háma í þig spaggetti?
Kjartan: Að sjálfsögðu.......þó aðaláherslan verði á náminu og standa sig í því.
Kúrbíturinn: Kemur síðan heim spikfeitur og ófrýnilegur spaggettídrengur með skottið á milli lappanna?
Kjartan: Það er engin hætta á því....
Kúrbíturinn: Er það rétt að þú gangir í bleikum nærbuxum?
Kjartan: Nei, það er ekki rétt en einu sinni átti ég hvítar nærbuxur sem urðu bleikar í þvotti.....ég notaði þær í nokkur skipti.
Kúrbíturinn: Hver eru áhugamálin þín fyrir utan þennan fjandans fótbolta...eða áttu kannski engin (ekki segja ferðalög og útivist...plíííííííssssss).
Kjartan: Rauðvín, kaffidrykkja, matur og góður félagsskapur.
Kúrbíturinn: Ertu kveif, hænuhaus, aumingi og slátur?
Kjartan: Nei, það er ég ekki!!!! Nú held ég að þú, Kúrbítur góður, sért að fara yfir strikið!!!
Nú varð Kúrbíturinn brjálaður yfir því að Kjartan dirfðist að minnast á það að kannski væri Kúrbíturinn að fara yfir strikið, sagði að hann væri haldi einhverri geðveiki, kallaði í þjóninn og pantaði sér tvöfaldan gin í tónik.
Eftir nokkrar rökræður sættust Kúrbíturinn og Kjartan á það að halda viðtalinu áfram, féllust þeir í faðma og urðu perluvinir á nýjan leik. Kjartan pantaði sér líka tvöfaldan gin í tónik. Settust þeir niður, hölluðu sér aftur í sófann og sögðu við sjálfan sig...."út af hverju við"
Kúrbíturinn: Er fótboltaferlinum lokið....endanlega? Ertu hættur að eltast við bolta, í stuttbuxum og með derhúfu.....eins og einhver hálfviti?
Kjartan: Ég get nú ekki verið sammála þér um þessa lýsingu á þessari mögnuðu íþrótt. Það þarf ekkert að vera að ferlinum sé lokið...ég er ungur enn. Ég mun kannski spila með einhverju liði í Mílanó með náminu.
Kúrbíturinn: Ég hef nú heyrt að þú hafir fengið boltann alveg rosalega oft í gegnum klofið á þér sem markmaður....er það rétt?
Kjartan: Ég fékk nú boltann stundum í gegnum klofið en örugglega ekkert meira en gengur og gerist á meðal markmanna.
Kúrbíturinn: Þú varst alltaf kallaður "Kjarri Klof" á meðal gárunganna í fótboltanum......var það ekki?
Kjartan: Nei!!!!!! Hvað í andskotanum heldurður að þú sért!!!!!!!
Kjartan stekkur upp úr sófanum og ræðst á Kúrbítinn, kýlir hann í andlitið og sparkar í punginn á honum. Kúrbíturinn liggur í gólfinu, grenjar og hlær til skiptist......og öskrar "Kjarri Klof....Kjarri Klof" aftur og aftur og aftur.............
Kjartan þrammar út úr kaffihúsinu en þegar hann er kominn hálfa leið þá snýr hann sér við og öskrar "Kúrbítur Súrbítur". Tekur eitt skref í viðbót og uppgötvar þá hvað hann hafði sagt, fer hjá sér, leggst í gólfið og byrjar að hágráta. Þarna liggja þeir tveir, Kjartan og Kúrbíturinn, hágrenjandi í gólfinu.
Eftir mikinn grátur og enn meiri grátur ákveða Kjartan og Kúrbíturinn að sættast enn á ný, setjast í sófann og stinga saman nefjum. Þeir sammælast um það að þetta viðtal sé orðið nógu langt og eru bara ágætlega sáttir við afraksturinn.
Kúrbíturinn vill að lokum koma því að hann er miður sín og leiður í hjarta sínu vegna framkomu sinnar í garð Kjartans. Kúrbíturinn vill af þeim sökum koma á framfæri til Kjartans afsökunarbeiðni með von um að þeir geti orðið góðir félagar á nýjan leik í nánustu framtíð.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli