Libertas Brera F.C..........enn heldur sigurgangan áfram
Það var sannkallaður meistarabragur á Libertas Brera F.C. þegar liðið rótburstaði lið Fulgorcardano, 4-0 á útivelli. Libertas Brera F.C. gjörsamlega yfirspilaði lið andstæðingana frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu og spilaði liðið oft á tíðum stórkostlega knattspyrnu. Sóknarleikurinn var fjölbreyttur og mörkin í öllum regnbogans litum, auk þess var varnarleikur liðsins traustur. Sigurinn hefði getað orðið stærri þar sem mörg góð marktækifæri fóru forgörðum. Með þessum sigri er liðið komið í þriðja sæti deildarinnar, með 14 stig eftir 7 umferðir. Hægt er að sjá stöðuna í deildinni með því að smella hér. Um næstu helgi leikur liðið á heimavelli á móti Boviso Masciago 2002 og getur Libertas Brera F.C. með sigri komist í efsta sæti deildarinnar, til þess þarf liðið að vísu að treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum.
Libertas Brera F.C.....næsta stórveldi í evrópskri knattspyrnu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli