þriðjudagur, 21. október 2003

Mislitir eru sokkarnir
Kúrbíturinn uppgötvaði það klukkan fjögur í dag að hann væri í einum bláum sokk og einum svörtum.....svolítið sérkennilegt en þó skemmtilegt. Kúrbíturinn ætti kannski að fara að stunda þetta....kannski einn blár sokkur og einn grænn á morgun. Það er kannski einum of því blái sokkur dagsins í dag er ekkert svakalega ólíkur þeim svarta....þetta er svona dökkblár sokkur. Það væri allt öðruvísi ef annar sokkur væri gulur og hinn væri fjólublár. Kúrbíturinn ætti kannski að fara að ganga í litríkum sokkum, t.d. gulum, bláum, fjólubláum o.s.frv. En við nánari umhugsun ætti Kúrbíturinn bara að halda áfram að ganga sínum venjulegu svörtu sokkum úr Rúmfatalagernum....hitt gæti verið allt of mikill sjéns og allt of mikil áhætta. Kúrbíturinn er þó klökkur og snortinn yfir því að hafa farið í mislitum sokkum í vinnuna í dag...finnst hann vera þónokkuð flippaður, byltingarsinnaður og umfram allt sjálfstæður í hugsun og verki....þó þetta hafi náttúrulega verið einskær tilviljun.

Engin ummæli: