Tökum ómeðvitaðar ákvarðanir.....meðvitað!!!!!
Nú eru einungis 73 dagar þangað til Kúrbíturinn og hans kvinna verða komin til Mílanó á Ítalíu og eru þau bæði orðin spennt og full tilhlökkunar. Kúrbíturinn hefur uppgötvað það að tíminn þangað til hann fer til Mílanó styttist um einn dag með hverjum deginum sem líður. Það er því ekki seinna vænna fyrir Kúrbítinn að fara að nýta hvern dag til hins ýtrasta því Kúrbíturinn hefur margt fyrir stafni fram að brottför. Það er svo auðvelt að láta hvern dag líða án þess að ekkert markvert gerist. Það þarf ákveðinn aga til þess að koma hlutum í verk þó hlutirnir séu flestir mjög skemmtilegir. Það er svo auðvelt að festast í viðum vanans, gera ekki baun í bala og láta hvern dag líða án þess að gera það sem manni langar mest. Að sjálfsögðu eigum við alltaf að vera að gera eitthvað sem kemur okkur sjálfum og þeim sem í kringum okkur er til góða. Það skemmtilega við þetta allt saman að þetta er ákveðin sjálfselska, því að sjálfsögðu viljum við gera sem best fyrir okkur sjálf og þá sem eru í kringum okkur. Þetta er því aðeins spurning hvernig við skilgreinum þá sem eru í kringum okkur. Það gæti til dæmis verið fjölskylda manns og vinir, það gæti verið allir íslendingar eða það gæti verið allir þeir sem búa á þessari jörð. Því stærra sem mengið er því betra en að sjálfsögðu verður hver ákvörðun vandasamari fyrir vikið.
Kúrbíturinn hefur tekið þá meðvituðu ákvörðun að taka aldrei ákvörðun nema hún komi honum sjálfum til góða og þeim sem ákvörðunin hefur áhrif á. Er þetta mögulegt eða er þetta einn af þessum hlutum sem er eingöngu í orði en ekki á borði. Kúrbíturinn ætlar að velta fyrir sér hverri ákvörðun sinni ,sama hve lítil og meinlaus hún lítur út fyrir að vera, og ganga úr skugga um það að hún sé sjálfum mér til góðs og þeim sem hún hefur áhrif á. Þetta er spurning um það að spyrja sjálfan sig í hvert sinn.....er ég að ganga veginn til góðs, bæði fyrir mig og alla þá sem á vegi okkar verða.
Kúrbíturinn ætlar sér að verða ábyrgur og meðvitaður þjóðfélagsþegn frá og með deginum í dag.....bæði hér á landi og erlendis.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli