Allt er til sölu fyrir rétt verð
Allt er til sölu fyrir rétt verð í þessum heimi sem við búum í, ekkert er heilagt og hugsjónirnar farnar út í veður og vind. Í auglýsingum í dag er endalaust verið að nota frægt fólk til þess að segja okkur hvað viðkomandi vara sé æðisleg..........en eru þetta þeirra einlægu skoðanir? Það væri hægt að trúa Michael Schumacher þegar hann er að lýsa því hvað Ferrari er svakalega góður bíll því Ferrari er bíll við hæfi Michael Schumacher. Erfiðara er að trúa Ben Affleck þegar hann er að lýsa því hvað hárvörurnar frá L'oréal eru frábærar........það er bara ekki sannfærandi. Yfirkokkurinn á Hótel Holti lék í auglýsingu um daginn þar sem hann var að dásama Maxwell House kaffi og segja að það væri langbesta kaffið......er þetta sannfærandi? Á fólk að trúa því að yfirkokkurinn á hotel Holti drekki Maxwell House kaffi......kannski trúa sumir. Það er skrýtið hvað mikið af frægu fólki, sem veit ekki aura sinna tal, láti freistast til þess að selja sálu sína í auglýsingum um vörur sem það hefur engan áhuga á. Það er ekki eins og þetta fólk vanti peningana. En þrátt fyrir hvað þetta er ótrúverðugt og oft á tíðum hallærislegt........þá virkar þetta. Að sjálfsögðu ekki í öllum tilvikum en í lygilega mörgum.
Í hverju er konan
Í dag er konan klædd í svartan ermalausan bol og svörtum buxum.........ótrúlegt. Á sama tíma og hún þoldi ekki álagið sem fylgir því að vera gráum bol þá tekur hún þá róttæku ákvörðun að fara í svartar buxur.....óskiljanlegt. Það getur náttúrulega verið að grái ermalausi bolurinn hafi einu sinni verið svartur.....hann er kannski bara svo upplitaður.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli