Davíð Oddsson versus Silvio Berlusconi
Getur verið að Davíð Oddsson sé líkari Silvio Berlusconi en halda mætti í fyrstu. Silvio Berlusconi þrýsti gegnum ítalska þingið mjög umdeildum lögum sem tryggja það að æðstu embættismenn þjóðarinnar verði ekki dregnir fyrir rétt á meðan þeir sinni embættum sínum. Þetta gerði Berlusconi til þess að koma í veg fyrir að vera sjálfur dreginn fyrir dóm vegna eigin spillingarmála. Davíð Oddsson mun hætta sem forsætisráðherra á næsta ári, hann er farinn að hugsa um starfslok sín og þau kjör sem hann mun hafa sem gamall maður. Hann ætlar því að þrýsta gegnum íslenska þingið lögum um aukin eftirlaunaréttindi forsætisráðherra og til þess að frumvarpið komist auðveldlega í gegn þá ætlar hann að hækka eftirlaunaréttindi nógu margra þingmanna til þess að hafa öruggan meirihluta í þinginu. Þó þessi tvö mál séu nokkuð ólík þá eru þau af sama meiði......þrýsta málum í gegnum þingið sem kom þeim sjálfum sérstaklega vel.
Í hverju er konan
Konan er buguð á sál eftir allar þessar breytingar síðustu tvo daga, fyrst grár ermalaus bolur og svo svartar buxur. Í dag hefur hún ákveðið að taka ekki neina áhættu og er klædd í svartan ermalausan bol og bláar gallabuxur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli