Í hverju er konan
Nú styttist í annan endan á dagskrárliðnum "Í hverju er konan" og aðeins eru fjórir pistlar eftir um þennan fræga svarta hlýrabol og bláu gallabuxurnar. Undanfarna daga hefur klæðaburðurinn ekki breyst neitt og líklegt þykir Kúrbítnum að jólin er ekki sá tími sem konan tekur sjénsa í fatavali sínu. Sem sagt konan er klædd í svartan hlýrabol og bláar gallabuxur.......Kúrbíturinn vonast til þess að konan mæti a.m.k. í sannkölluðum jólafötum á Þorláksmessu.
Gáta vikunnar
Að þessu felst gáta vikunnar í því að finna út hver sé þessi dularfulli kommentaskrifari Kúlti. Kúrbíturinn veit ekki svarið en vonast eftir því að Kúlti greini sjálfur frá því þegar rétt svar hefur komið fram. Í kommentum Kúlta er hægt að greina nokkrar vísbendingar um það hver hann er.....þær eru eftirfarandi: Hann þekkir til í fjölskyldu kvinnu Kúrbítsins, hann hefur þekkingu á þeim stigum sem fólk gengur i gegn um þegar það býr erlendis og hefur sterkar skoðanir á mönnum og málefnum. Þeir aðdáendur Kúrbítsins sem telja sig vita svarið skrifið það endilega í athugasemdakerfið hér fyrir neðan. Kúrbíturinn er ekki bjartsýnn á að rétt svar komi fram en þetta er viðleitni í leit að sannleikanum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli