Gleðilega helgi......
Kúrbíturinn óskar aðdáendum sínum nær og fjær, til sjávar og til sveita, lágum sem háum, ungum jafnt sem gömlum, dökkhærðum sem ljóshærðum, slétthærðum jafnt sem hrokkinhærðum, konum jafnt sem körlum, í lofti sem á láði, gagnkynhneigðum jafnt sem samkynhneigðum gleðilegrar helgar og farsældar í viku komandi.
Skortur á siðferði í íslenskum viðskiptalífi
Mikil umræða hefur verið á undanförnum misserum......sumt hefur örugglega verið réttmætt en annað ekki. Kúrbíturinn hefur ekki fylgst mikið með þessari umræðu og því ekki tekið sterka afstöðu í einstökum málum. Enn nú getur Kúrbíturinn ekki orða bundist.....sumt er náttúrulega heilagt.
Í áratugi hefur það tíðkast hér á landi að skátarnir, íþróttafélög og önnur félagasamtök hafa selt bæði jólatré og flugelda til þess að fjármagna starfsemi sína. Nú hafa eintaklingar komið í stríðum straumum inn á þennan markað með svakaleg undirboð og gert það að verkum að öll þessi félagasamtök eru að missa mikil viðskipti. Kúrbíturinn fór í Krónuna um daginn og þar var verið að selja jólatré af öllum stærðum á kr. 1.990 og einnig eru einstaklingar að undirbúa flugeldasölu.....þess má geta að stórmarkaðir reyndu að fá leyfi til þes að selja flugelda en gátu ekki uppfyllt reglur um brunavarnir. Kúrbítnum finnst að sumt eiga fyrirtæki ekki að skipta sér af heldur leyfa skátunum, íþróttafélögum og öðrum félagasamtökum að njóta góðs af þessari sölu.
Kúrbíturinn skorar á aðdáendur sína að kaupa jólatrén sín og flugelda hjá skátunum, íþróttafélagi eða öðrum félagasamtökum.......og þar með gera góðverk á sama tíma.
Elliði er glaður.....
Elliði hefur lengi verið áhugastuðningmaður Espanyol á Spáni en þetta lið hefur barist í bökkum undanfarin ár og ávallt verið í skugga stóra bróðurs, Barcelona. Nú hefur þessu stórkostlega félagi tekist að semja við hinn eina sanna Rivaldo og lítum við Espanyolmenn því björtum augum til framtíðar.
Topp 10 listi yfir skemmtilega hluti sem hægt er að gera í kringum jólin
1. Ganga niður Laugaveginn á Þorláksmessu, kíkja á kaffihús og virkilega drekka í sig stemminguna.
2. Drekka gott rauðvín og spila á spil í góðra vina hóp.
3. Stela smákökum.......helst áður en þær fara inn í ofninn.
4. Liggja upp í sófa á aðfangadag og horfa á teiknimyndirnar í sjónvarpinu........allan daginn.
5. Vakna á jóladagsmorgun og borða afgangana af kræsingunum frá því kvöldinu áður.
6. Leggjast upp í sófa á jólanótt með góða bók, gott kaffi og ekki myndi góður kúbanskur vindill spilla gleðinni.
7. Kaupa sér risastórt púsl, liggja yfir því öll jólin og ná að klára það fyrir þrettándann.......Kúrbíturinn hefur að vísu ekki næga þolinmæði né næga eirð í sér í svoleiðis.
8. Horfa á enska boltann á annan í jólum.......það eru örugglega tveir leikir.
9. Hitta stórfjölskylduna og aðra ættingja í jólaboðunum getur verið mjög gaman.......þetta er allt spurning um rétt hugarfar.
10. Liggja upp í sófa og gera nákvæmlega ekki neitt.....getur verið stórkostleg upplifun.
Ef þið hafið stórkostlegar hugmyndir um hluti sem hægt er að gera um jólin þá endilega skrifið þið þær í kommentakerfið hér fyrir neðan. Kúrbíturinn mun vera duglegur að uppfæra listann fram að jólum.
Hrós dagsins
Kúrbíturinn vill hrósa veitingastaðnum Blásteini fyrir frábærar pizzur........þær eru stórkostlegar. Kúrbíturinn náði í eina slíka Blásteinspizzu í gærkvöldi handa sér og kvinnu sinni, hún smakkaðist óaðfinnanlega og gefu þau kornin þessum pizzum sín bestu meðmæli.
Í hverju er konan
Konan er aldrei þessu vant klædd í svartan ermalausan bol og bláar gallabuxur........hún hlýtur að fara að breyta til svona rétt fyrir jólin.
Libertas Brera F.C..........komnir á sigurbraut á nýjan leik.
Libertas Brera F.C. vann góðan útisigur á liði Assago síðustu helgi með þremur mörkum gegn tveimur. Libertas Brera F.C. situr nú í þriðja sæti aðeins þremur stigum frá toppliðinu. Núna um helgina leikur Libertas Brera F.C. gegn Mozzatese Calcio á útivelli og er mikil vægt fyrir liðið að ná þremur stigum úr þeirri viðureign.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli