mánudagur, 22. desember 2003

Jóla- og nýárskveðja Kúrbítsins
Kúrbíturinn vill óska aðdáendum sínum nær og fjær, til sjávar og til sveita, lágum sem háum, ungum jafnt sem gömlum, dökkhærðum sem ljóshærðum, konum jafnt sem körlum, í lofti sem á láði, gagnkynhneigðum jafnt sem samkynhneigðum gleðilegrar jóla og farsældar á komandi ári. Kúrbíturinn vill þakka aðdáendum sínum um allan heim fyrir árið sem nú er að líða, þetta var gott ár en það næsta verður að sjálfsögðu ennþá betra.

Kúrbíturinn tekur sér hlé frá ritstörfum
Þegar Kúrbíturinn mun láta næst í sér heyra verður hann kominn til Mílanó, þar sem rauðvínið flæðir um göturnar, húsin byggð úr pasta og þökin gerð úr yndislegum pizzum.

Gleðleg jól öllsömul og sjáumst á nýju ári.

Í hverju er konan
Konan er í sannkölluðu jóla skapi klædd í svartan ermalausan bol og bláar gallabuxur........þetta kallar ekki alveg að skipta um ham svona rétt fyrir jólin.

Engin ummæli: