mánudagur, 1. desember 2003

Kúrbíturinn.......er brjálaður!!!!!!
Kúrbíturinn vaknaði í morgun hress í bragði, stökk fram úr rúminu sínu og hljóp fram. Leitaði út um allt í íbúðinni, undir borðum og upp á skápum en fann ekkert jóladagatal.....kvinna Kúrbítsins hafði svikið hann. Kvinna kúrbítsins hafði lofað honum að fjárfesta í jóladagatali, hann var orðinn spenntur og fullur tilhlökkunar. Kúrbíturinn er maður sanngjarn og fljótur að fyrirgefa........hann hefur því gefið kvinnu sinni einn sjéns. Kúrbíturinn hefur gefið kvinnu sinni frest til morguns og hefur hún lofað bót og betrun. Kúrbíturinn hefur fulla trú á kvinnu sinni og hlakkar til morgundagsins.

Dagbók Kúrbítsins......helgin 28-30. nóvember
Hér á eftir mun Kúrbíturinn stikla á stóru um atburði helgarinnar............
Föstudagur
Kúrbíturinn fór í spriklstöðina, horfði á Idol-ið, spilaði Sequence við kvinnu sína, drakk rauðvín og fékk sér vindil..........FINE
Laugardagur
Kúrbíturinn vaknaði snemma, fór í spriklstöðina.......mjög fínt. Þegar heim var komið reddaði Kúrbíturinn sér Kúrekafötum fyrir kvöldið, horfði á fótbolta og lét sér líða vel. Systa Kúrbítsins kíkti í heimsókn og fékk sér einn espresso. Þegar klukkan var orðin fjögur hélt Kúrbíturinn af stað á samt kvinnu sinni að höfuðstöðvum Íshesta í Hafnarfirði. Tilefnið var jólahlaðborðsárshátíð RTS en hjá því fyrirtæki vinnur kvinna Kúrbítsins. Fyrst var farið á hestbak, riðið einn hring og notið hafnfirskrar náttúru. Að því loknu var dreypt á jólglöggi sem bragðaðist mjög vel og kjaftað saman í góðra vina hóp. Síðan var borðað á sig gat, drukkið nokkuð stíft og skemmt sér rosalega vel. Það var kúrekaþema þetta kvöld og vegleg verðlaun fyrir mesta kúrekann. Kúrbíturinn kom til veislunnar sem svona flott sambland af Johnny Cash og Wyatt Earp, sópaði til sín verðlaunum og var valinn kúreki kvöldsins.....fékk í verðlaun forláta kampavínsflösku.
Sunnudagur
Kúrbíturinn vaknaði um hádegið á sunnudaginn, nokkuð hress en ekki flottur. Kúrbíturinn tók sig til og hellti sér í tiltektir í nokkra klukkutíma. Horfði síðan á leik Chelsea-Man Utd, kíkti í heimsókn til systu og endaði kvöldið á matarboði hjá foreldrum kvinnu Kúrbítsins.

Elliði.......skrifar um stærsta leik ársins
Það verður rosaleg veisla fyrir unnendur heimsklassa handknattleiks þegar lið Fylkis og KA leiða saman hesta sína í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar annaðkvöld. Leikurinn fer fram í Fylkishöllinni og hefst hann kl. 19.15. Miðaverði verður stillt í hóf og kostar aðens 500 krónur inn fyrir 16 ára og eldri......svo verða að sjálfsögðu pylsur og gos í boði SS og Vífilfells. Allar helstu stjörnur liðsins verða með og megum við því eiga von á því að sjá snilldartilþrif frá mönnum á borð við Kristinn Tómasson, Sveppa og fleiri snillingum. Hægt er að nálgast nánari umfjöllun um leikinn og auglýsingaplakat með því að smella hér.

Libertas Brera F.C........stóðst ekki álagið
Libertas Brera F.C. stóðst ekki álagið sem fylgir því að leiða deildina, liðið spilaði mjög illa í gær og komst aldrei í takt við leikinn. Það var eins og leikmenn Libertas Brera hefðu ekki haft trú á sjálfum sér, verið smeykir og ekki þorað að spila þann bolta sem þeir eru vanir. Leikurinn var frekar tíðindalítill og eiginlega má segja að hann hafi verið hundleiðinlegur. Eina mark leiksins kom eftir þunga sókn snemma í fyrri hálfleik og þar við sat.

Við þetta tap féll Libertas Brera F.C. niður í 2. sæti deildarinnar með 25 stig en Caratese komst í toppsætið á nýjan leik með sigri á Mozzatese Calcio. Um næstu helgi leikur Libertas Brera F.C. gegn N.C.P. Football Club sem er í 6. sæti með 23 stig......þannig að um stórleik er að ræða. Hér er hægt að nálgast úrslit helgarinnar og stöðuna í deildinni eftir 13 umferðir.

Í hverju er konan........
Konan er að sjálfsögðu klædd í bláar gallabuxur og svartan ermalausan bol.....Kúrbíturinn trúir ekki sínum eigin augum.

Engin ummæli: